Um þakklætisfórnir.

1En ef nokkur framber þakklætisfórn og það er af nautpeningi, hvört sem það er karlkyns eða kvenkyns, þá sé það lýtalaust, sem hann framleiðir fyrir Drottin.2Hann leggi hönd sína á höfuð fórnarinnar og slátri henni fyrir framan dyr samkundutjaldbúðarinnar, en prestarnir, synir Arons, stökkvi blóðinu í kring á altarið.3Hann láti þar á eftir þakklætisfórnina, sem eldfórn koma á altarið fyrir Drottin, alla netjuna og allan mörinn, sem innyflin eru vafin í,4bæði nýrun og nýrmörinn allan, sem er yfir ristlinum, og stærra lifrarblaðið, sneiði hann burt með nýrunum.5Synir Arons skulu upptendra þetta á altarinu, ofan á brennifórninni, sem liggur yfir þeim við, er lagður er að eldinum, og er þetta eldfórn sætleiksilms fyrir Drottni.
6En ef gáfa nokkur til þakklætisfórnar Drottni er af smáfénaði, hvört sem hún er af karlkyni eða kvenkyni, þá skal það, sem hann framkemur með, vera lýtalaust.7Sé það ung sauðkind, sem hann kemur með sem gáfu, þá leiði hann hana fram fyrir Drottin,8leggi hönd sína á höfuð fórnardýrsins, slátri því fyrir framan samkundutjaldbúðina, en synir Arons stökkvi blóðinu um kring á altarið;9þar næst skal hann af þakklætisfórninni framkoma fyrir Drottin með mörinn, rófuna alla upp undir hryggjarliði, alla netjuna og allan mörinn, sem innyflin eru vafin í,10bæði nýrun og nýrmörinn allan sem er í grennd við ristilinn og stærra lifrarblaðið er hann sneiði burt með nýrunum.11Þetta skal presturinn upptendra á altarinu, svo sem fæðu, eldfórn fyrir Drottin.
12En ef nokkurs fórnargáfa er af geitfénaði, skal hann framkoma með hana fyrir Drottin,13leggja hönd sína á höfuð fórnardýrsins og slátra því fyrir framan samkundutjaldbúðina, en synir Arons skulu stökkva blóðinu um kring á altarið.14Þar eftir skal hann af fórnargáfu sinni fram koma fyrir Drottin með alla netjuna og allan mörinn í hvörjum innyflin eru vafin,15bæði nýrun og nýrmörinn allan sem er yfir ristlinum, og stærra lifrarblaðið, sem burtsneiðist með nýrunum;16en presturinn skal uppbrenna þetta á altarinu svo sem fæðu, eldfórn til sætleiksilms, því öll feiti tilheyrir Drottni.17Þetta skal vera ævarandi lögmál hjá yðar kynslóð, hvar helst sem þér verðið, að þér hvörki skuluð eta feiti né blóð.

V. 9. Rófuna: Í Austurlöndum hefir viss tegund sauðfénaðar langa og digra rófu, sem er tóm fita, og vegur stundum jafnvel 2 fjórðunga. Það feitasta af fórnardýrum var ætíð brennt á altarinu.