Spakmæli Agurs.

1Þessi eru orð Agurs Jakelsonar, spakmæli orð mannsins við Itíel, já, einmitt við Itíel og Ukal.
2Já! eg er heimskari en nokkur maður, og hefi ekki manns vit.3Eg hefi ekki visku lært, og ekki numið þekkingu á helgum hlutum.4Hvör fór upp til himins og niður aftur? hvör tók vindinn í sína hnefa? hvör batt vatnið í dúk? hvör setti föst jarðarinnar endimörk? hvað heitir hann? og hvað heitir hans sonur? veistu það?5Allt Guðs orð er hreinsað, það er skjöldur þeirra sem reiða sig á hann.6Bættu engu við hans orð, að hann ekki straffi þig, og þú reynist ósannorður.7Um tvennt bið eg þig, synja mér þess ekki, áður en eg dey!8Lát fals og lygi vera langt frá mér; gef mér hvörki fátækt né ríkdóm, en láttu mig hafa nægilegt uppheldi.9Eg kynni máske annars að verða ofmataður, afneita þér og segja: hvar er Drottinn? eða, ef eg yrði snauður, kynni eg að stela og forgrípa mig á míns Guðs nafni.10Ræg þú ekki þénarann við sinn Herra, svo hann ekki biðji þér óbæna, og þú verðir sekur.11Til er það kyn sem bölvar sínum föður og blessar ekki sína móður;12kyn sem þykist hreint vera, og hefir þó ekki afþvegið sinn saur.13Kyn sem hátt lyftir augunum, hvörs augnalok eru uppsperrt.14Kyn, hvörs tönnur eru sverð, hvörs jaxlar eru hnífar til að uppeta þá aumu í landinu, og þá fátæku meðal manna.15Blóðsugan á tvær dætur, sem heita: gefðu! gefðu! þrír eru óseðjanlegir; og hinn fjórði segir aldrei: það er nóg!16Gröfin, það lokaða móðurlíf, og jörðin, sem aldrei seðst af vatni; og eldurinn, sem aldrei segir: það er nóg!
17Það auga sem spottar sinn föður, og forsmáir að hlýða sinni móður, það höggva út dalsins hrafnar, og arnarungar elta það.18Þessir þrír hlutir þykja mér undarlegir, og þann fjórða skil eg ekki:19Arnarinnar veg um loftið, höggormsins veg um klettinn, skipsins veg mitt um hafið, og mannsins veg til meyjarinnar.20Svo er hórkonunnar vegur, hún neytir, þurrkar sér um munninn og segir: eg hefi ekki rangt gjört.21Landið verður óróasamt af þremur hlutum, og hinn fjórða stenst það ekki,22það bifast, verði þénarinn stjórnari; ef dárinn mettast af brauði;23ef kona giftist aftur, sem maðurinn rak frá sér, og ef vinnukona, kemur í stað sinnar húsmóður.24Þessi fjögur dýr eru af þeim litlu á jörðunni, þó eru þau hyggin og vel menntuð.25Maurinn er ekki sterkur lýður, þó aflar hann sér atvinnu á sumrum,26fjallmýsnar, ekki voldugur lýður, þó byggja þær sér híbýli í klettum.27Grashoppurnar hafa engan konung, þó fara þær allar út hópum saman.28Kóngulóin grípur til með höndunum, og er í kónganna slotum.29Þrír hafa fríðan gang, og sá fjórði gengur vel:30ljónið, hetjan meðal dýranna, það hopar fyrir engum;31stríðshesturinn albúinn, geithafurinn, og kóngur í flokki síns fólks.32Hafir þú breytt fávíslega af drambsemi, og hafir þú hugsað illt, svo legg þú hönd þér á munn!33Sá sem mjólkina skekur, fær úr henni smjör, og sá sem slær sér á nefið, fær blóðnasir, og þegar reiðin æsist, verður þar af rimma.