Gegn ranglátum dómara.

1Til hljóðfærameistarans með lagi: fordjarfa ekki. Huggunarljóð Davíðs.2Er réttvísin þá algjörlega þögnuð? svo talið þó; dæmið með sannsýni, þér mannanna börn!3Í hjartanu iðkið þér rangindi, í landinu vegið þér yðar handa ofbeldi.4Guði ókunnugir (fráleitir) eru þeir óguðlegu frá móðurlífi. Lygarar fara vilt frá móðurlífi.5Eitur hafa þeir sem höggormseitur, þeir eru sem heyrnarlaus ígull, sem afturbyrgir sín eyru,6og heyrir ekki raust töframannsins, ellegar særingarmannsins, sem er útlærður í því að særa.7Drottinn! sundurbrjót tönnurnar í þeirra munni, sundurmola, Drottinn! jaxlatennur þeirra ungu ljónanna.8Lát þá burtfljóta sem vatn er eyðist, þegar þeir spenna bogann með örvunum, lát þessar vera sem oddlausar.9Lát þá verða sem snigil sem sundurleysist í því hann gengur, eins og konu ótímabært fóstur, sem aldrei sér sólina.10Fyrr en yðar pottar kenna þyrnanna svo snögglega, sem logandi, er þeim burtu svipt b).11Sá ráðvandi mun fagna þá hann sér hefndina, hann mun þvo sína fætur í blóði hinna óguðlegu.12Og hvör maður skal segja: sá ráðvandi hefir þó ávöxt, sá Guð er þó til sem dæmir á jörðu.

V. 10. b. Sjá Dómb. 9,14.15.