Sama efni.

1Ljóð af Davíð. Drottinn, heyr mína bæn! snú þínu eyra til minnar grátbeiðni, bænheyr mig eftir þinni trúfesti, eftir þínu réttlæti,2og gakk ekki í rétt við þinn þénara! því réttlátur fyrir þér er enginn lifandi (maður).3Því óvinurinn ofsækir mína sál, hann sundurmer mitt líf við jörðina, hann lætur mig búa í þeim dimmu bústöðum, líkt þeim dauðu í fornöld.4Því vanmegnast minn andi í mér, og innst í mér skelfist mitt hjarta.5Eg minnist hinna fyrri daganna, eg ígrunda öll þín verk, verkin þinna handa yfirvega eg.6Eg útbreiði mínar hendur til þín, mína sál (þyrstir) eins og þurrt land eftir þér (málhvíld).7Flýttu þér að bænheyra mig, Drottinn! af löngun örmagnast minn andi; fel ei fyrir mér þitt auglit, annars verð eg líkur þeim sem farnir eru niður í gröfina.8Láttu mig fljótt reyna þína miskunn, því eg treysti á þig, kunnan gjör mér þann veg sem eg gangi, því til þín upplyfti eg minni sálu.9Frelsa mig, Drottinn! frá mínum óvinum; hjá þér hefi eg falið mig.10Kenn mér þinn vilja! því þú ert minn Guð; þinn góði andi leiði mig um greiðan veg.11Sakir þíns nafns, Drottinn! haltu mér við lífið, þíns réttlætis vegna, leið mína sál úr nauðum.12Og sakir þinnar miskunnar afmá mína óvini, og eyðilegg alla þá sem þrengja að minni sál, því eg er þinn þénari.