Hósaes kennir, að Ísraelsmenn eigi engrar vægðar von, sökum þeirra afguðadýrkunar og fráfalls frá Guði.

1Set lúðurinn á munn þér! Hann kemur, sem örn, yfir Drottins hús, sökum þess þeir rufu minn sáttmála og viku frá mínu lögmáli.2Þá munu þeir kalla til mín: „minn Guð! vér Ísraelsmenn göfgum þig.“3Ísraelsmenn hafna hinu góða; óvinurinn skal ofsækja þá!4Þeir völdu sér konunga, án minna atkvæða, og settu höfðingja að mér fornspurðum; þeir gjörðu sér goðalíkneskjur af því silfri og gulli, sem þeir áttu, sér sjálfum til glötunar.5Andstyggilegur er þinn kálfur, Samaría! Mín reiði er upptendruð móti þeim. Hve lengi á svo til að ganga? Þeir hafa ekkert sér til afbötunar,6kálfurinn er gjörður af Ísraelsmönnum, einhvör hagleiksmaðurinn hefir búið hann til; hann er ekki neinn guð: nei, kálfur Samaríu skal klofinn verða í skíður einar.7Af því þeir sá vindi, skulu þeir uppskera storm: kornið dafnar ekki hjá þeim, stöngin verður kjarnalaus, og þó hún gefi kjarna, skulu útlendingar gleypa hann í sig.8Ísraelsmenn eru uppsvelgdir: þjóðirnar meta þá nú ekki meir en eitthvört ílát, sem engi skeytir um;9því þeir fara upp til Assýríulands, eins og skógarasnar, sem taka sig frá öðrum dýrum; Efraimsætt kaupir sér ástir.10Einmitt sökum þess að þeir vilja kaupa sér hylli heiðingjanna, vil eg nú þegar safna heiðingjunum saman á móti þeim; þeir taka nú og til að kveina undan álögum jarlakonungsins.11Því Efraimsætt fjölgaði blótstöllum til að syndgast á, og blótstallarnir urðu henni að synd.12Eg hafði ritað henni mörg boðorð, en þau eru álitin eins og útlend.13Þeim fórnargáfum, sem þeir færa mér, er svo varið, að þeir slátra kjöti og eta það; en Drottinn hefir enga þóknun á því; nei, hann vill minnast illverka þeirra, og hegna þeim fyrir þeirra syndir: þeir verða að fara til Egyptalands að nýju.14Ísraelsmenn gleyma honum, sem útvaldi þá, og smíða sér hallir; og Júdaríkismenn fjölga hjá sér víggirtum borgum. En eg skal skjóta eldi í borgir þeirra, og hann skal eyða þeirra höllum.

Kap. 8. V. 1. Hann, þ. e. óvinurinn Assýriukonungur. V. 5. Kálfur, sjá 4,15. V. 9. Ástir, þ. e. hylli útlendra höfðingja. V. 10. Jarlakonungsins, þ. e. Assýríukonungs. V. 12. Útlend, Ísraelsmönnum óviðkomandi. V. 13. Að nýju, eins og forfeður þeirra voru forðum í ánauð í Egyptalandi.