Sá 5ti og 6ti engill básúnar.

1Þegar sá fimmti engill básúnaði, sá eg stjörnu falla af himni ofan á jörðina; henni var fenginn lykill að brunni afgrunnsins.2Hún lauk upp brunninum, eins og af stórum eldsofni, og sólin og loftið varð formyrkvað af reyknum úr brunninum.3Engisprettur fóru úr reyknum ofan á jörðina, þær vóru eins magnaðar og jarðarhöggormar.4Þeim var bannað að granda grasi jarðarinnar og öllum grænum jurtum og trjám, nema þeim mönnum, sem ekki höfðu innsigli Guðs á ennum sínum.5Þeim var svo boðið, að þær dræpi þá ekki, heldur kveldi þá í fimm mánuði; þessi kvöl var eins og þegar höggormur stingur mann.6Á þeim tímum munu menn leita dauðans, en ekki finna hann; þeir munu æskja sér að deyja, en dauðinn mun forðast þá.7Engispretturnar voru svipaðar hestum, búnum til bardaga; á höfðum þeirra voru eins og gullkórónur, og ásjónur þeirra voru eins og á mönnum.8Þær höfðu hár eins og kvenmannshár, og tennur eins og ljónstennur;9brynjur þeirra voru eins og járnbrynjur, og vængjaþyturinn eins og vagnagnýr, þá margir hestar hlaupa fram til bardaga.10Þær höfðu hala, líka höggormasporðum, og brodda í. Þær höfðu vald til að granda mönnum með hölunum í fimm mánuði.11Engill afgrunnsins er konungur yfir þeim; hann heitir á Hebresku Á b a d d ó n, en á Grísku Á p o l l y ó n (eyðileggjari).12Sú fyrsta plága var nú umliðin, en tvær aðrar koma hér á eftir.
13Þegar sjötti engillinn básúnaði heyrði eg eina rödd fara frá fjórum hyrningum þess gulllega altaris, sem frammi var fyrir Guði;14hún sagði við sjötta engilinn, sem hélt á básúnunni: a) leys þá fjóra engla, sem fjötraðir eru hjá b) því mikla fljóti Evphrat.15Síðan voru þeir fjórir englar leystir, og stóðu þeir viðbúnir á hvörri stundu, á hvörjum degi, mánuði og ári, til að drepa þriðjung mannanna.16Tala riddaraliðsins voru tvennar tíuþúsundir tíuþúsunda, þessa tölu fékk eg að vita.17Líka sá eg hestana í vitruninni, og þá, sem þeim riðu, þeir höfðu eldrauðar, svartbláar og bleikgular brynjur, höfuð hestanna voru eins og ljónahöfuð, og af munnum þeirra gekk eldur, reykur og brennisteinn.18Af þessum þremur plágum, eldi, reyk og brennisteini, sem útgekk af munnum þeirra, drapst þriðjungur mannanna.19Því magn hestanna var í munni þeirra og töglum, því töglin voru lík höggormum, og voru með höfðum; með þeim grönduðu þeir.20Þeir menn, sem ekki fyrirfórust í þessum plágum, c) létu samt ekki af háttalagi sínu, heldur tilbáðu afguði og líkneskjur d) úr gulli, silfri, eiri, steini og tré, sem hvörki geta séð, heyrt, né gengið.21Ekki létu þeir heldur af manndrápum, göldrum, saurlifnaði, eða þjófnaði.

V. 2. Kap. 8,12. V. 4. Kap. 7,3. V. 6. Job. 3,21. Esa. 2,19. Jer. 8,3. Hós. 10,8. Lúk. 23,30. Opinb. b. 6,16. V. 8. Jóel. 1,6. V. 9. Jer. 47,3. V. 12. Kap. 8,13. V. 13. Kap. 8,3. V. 14. a. Kap. 20,7. b. Kap. 16,12. V. 20. c. Kap. 16,11. d. 3 Mós. b. 17,7. 5 Mós. b. 31,16. Dan. 5,23.