Um sængurkonur.

1Ennframar talaði Drottinn við Móses og sagði:2Tala þú þannig til Ísraelsbarna: þegar kona verður barnshafandi og fæðir sveinbarn, þá skal hún óhrein álítast sjö daga; daga þá sem hún hefur blóðlát er hún óhrein;3og á áttunda degi skal barnið umskerast;4en konan skal halda sig heima í þrjá og þrjátygir daga á meðan hún er að hreinsast af sínum blóðlátum, og á meðan má hún ekkert heilagt snerta og ei til helgidómsins koma, þar til hennar hreinsunardagar eru liðnir.5En ef hún fæðir meybarn, þá skal hún álítast óhrein tvær vikur, á meðan blóðlát hennar vara, og þar að auk skal hún halda sig heima í sex og sextíu daga til hreinsunar frá sínum blóðlátum.6En þegar hennar hreinsunardagar eru úti, hvört sem það er eftir son eða dóttur, þá skal hún koma með ársgamlan hrút til brennifórnar, og dúfuunga, eða turtildúfu til syndafórnar, til dyra samkundutjaldbúðarinnar til prestsins;7en presturinn skal færa fórnina fyrir augliti Drottins og forlíka fyrir konuna. Þá verður hún hrein eftir sín blóðlát. Þannig hljóðar lögmálið um þá konu, sem fætt hefir son eða dóttur.8En ef hún á ekki fyrir veturgamallri sauðkind, þá komi hún með tvær turtildúfur, eða tvo dúfuunga, annan til brennifórnar, en hinn til syndafórnar, og presturinn skal þá forlíka hana, svo að hún hrein verði.

V. 2. ff. Menn og hlutir, sem snertu sængurkonu fyrstu viku eftir barnsburð, máttu ekki koma til musterisins, né nærri nokkru því sem Guði var helgað, nema þeir væru áður hreinsaðir. Hún sjálf mátti ekki koma til musterisins fyrri en 33 eða 66 dögum eftir barnsburðinn. Kap. 13.