Um Seba. Davíðs helstu menn.

1Þar var þá viðstaddur vondur maður (Belíalsmaður) sem hét Seba, sonur Bikri, Benjamíniti; hann blés í básúnu og mælti: vér höfum enga hlutdeild í Davíð, vér eigum ekkert af Ísaísyni a)! fari hvör og einn af Ísrael heim til sín.2Þá gengu allir Ísraelsmenn frá Davíð, og eltu Seba, Bikrason; en Júdamenn héldu sig til síns konungs frá Jórdan til Jerúsalem.3Og Davíð kom heim til sín, til Jerúsalem. Þá tók konungurinn þær 10 frillur, sem hann hafði skilið eftir til að geyma hússins b), og setti þær í varðhald og fékk þeim þar atvinnu; en hann svaf ekki hjá þeim; og þær voru inni læstar til síns dauðadags, og lifðu sem ekkjur.
4Og kóngurinn kom að máli við Amasa og mælti: kalla þú saman fyrir mig Júdamenn til þriðja dags og vertu til staðar sjálfur!5Þá fór Amasa að samankalla Júda, en tíminn dróst fyrir honum fram yfir það sem ákveðið var.6Og Davíð sagði við Abísaí: nú mun Seba Bikrason vinna oss meiri skaða en Absalon. Taktu nú þjóna þíns herra og far eftir honum að hann nái engri víggirtri borg, og hverfi vorum augum.7Þá lögðu af stað með honum Jóabsmenn, hirðin og allir kapparnir; og þeir fóru frá Jerúsalem, til þess að veita Seba syni Bikra eftirför.
8Þeir voru komnir að þeim stóra steini hjá Gíbeon, þegar Amasa mætti þeim; en Jóab hafði belti um sín klæði, er hann var í, og þar utanyfir var beltið sem sverðið hékk í, við hans hlið í slíðrum, og sem hann gekk áfram, rann það úr slíðrum.9Og Jóab sagði við Amasa: vegnar þér vel, bróðir minn? og tók hægri hendinni í Amasa skegg, til að kyssa hann;10en Amasa c) varaði sig ekki á sverðinu sem var í Jóabs hendi, og hann stakk hann með því í kviðinn d), svo hans innyfli féllu á jörðina; hann stakk hann ekki aftur, því hann dó. En Jóab og Abísaí bróðir hans, fóru eftir Seba syni Bikra.11En maður nokkur af sveinum Jóabs stóð hjá honum (Amasa) og varð þar eftir, hann mælti: hvör sem heldur með Jóab, og vill Davíð vel, sá fylgi nú Jóab!12En Amasa veltist í sínu blóði þar á veginum; og sem maðurinn sá að allt fólkið nam þar staðar, svo vék hann Amasa burt af veginum, og lagði fat yfir hann, þar eð hann sá að hvör maður nam staðar, sem að honum kom.13En sem hann var kominn af götunni, þá fylgdi hvör maður Jóab, til að veita eftirför Seba syni Bikra.14Og hann fór um allar kynkvíslir Ísraels, allt til Abel og Bet-Maaka c) og um allt Berim, og menn samansöfnuðust og fóru með honum.
15Og þeir komu og settust um hann í Abel Bet-Maaka, og hlóðu girðingu umhverfis staðinn, rétt við staðarins varnargrafir; og allt fólkið sem var með Jóab, geystist mjög til að rífa niður borgarvegginn.16En kona nokkur hyggin kallaði frá borginni: heyrið! heyrið! talið þó við Jóab: kom þú nær, að eg geti við þig talað!17Og hann kom nær henni, og konan mælti: ert þú Jóab? hann svaraði: eg em. Og hún sagði við hann: heyr þú til þinnar ambáttar! og hann ansaði: eg heyri það!18Og hún mælti: tala hefðu menn átt fyrst, spurt skyldu menn hafa í Abel, og þá væri málið á enda.19Eg er ein af þeim friðsamlegu og trúlyndu í (borgum) Ísraels, vilt þú deyða borg og móður í Ísrael? hvarfyrir viltu skemma eign Drottins?20Og Jóab svaraði og mælti: fjærri, fjærri sé mér, að eg vilji skemma og eyðileggja!21svo stendur ekki á þessu máli, heldur hefir maður nokkur, Seba Bikrason, frá Efraimsfjöllum, lyft sinni hönd móti konunginum, móti Davíð, framseljið þenna einann, þá skal eg fara burt frá borginni. Og konan sagði við Jóab: sjá! hans höfði skal verða kastað útfyrir borgarvegginn.22Þá kom konan til alls fólksins með sín hyggindi, og þeir hjuggu höfuðið af Seba Bikrasyni og snöruðu því út til Jóabs. Og hann blés í básúnu a), og þeir dreifðust burt frá borginni, hvör heim til sín; en Jóab sneri aftur til Jerúsalem til kóngsins.
23En Jóab var fyrir öllum Ísraelsher, og Benaja sonur Jójada, var yfir hirðinni (lífvaktinni),24og Adoram var rentumeistari, og Jósafat sonur Ahíluds sagnameistari.25Og Seja var skrifari, og Sadok og Abíatar prestar.26Líka var Íra, Jairítinn, Davíðs prestur.

V. 1. a. 1 Kóng. 12,16. V. 3. b. Kap. 15,16. 16,21. V. 10. c. 1 Kóng. 2,5. d. 2 Sam. 3,27. 14. e. 2 Kóng. 15,29.