Jesús er áklagaður, dæmdur til dauða og krossfestur; deyr og er greftraður.

1Strax í dögun gjörðu þeir ráð sín höfuðprestarnir, öldungarnir og hinir skriftlærðu og allt ráðið, bundu Jesúm, færðu hann burt og seldu Pílatusi í hendur.2Pílatus spurði hann: ertú konungur Gyðinga? hann svaraði: svo er, sem þú segir.3Höfuðprestarnir báru margar sakir á hendur honum.4Pílatus spurði hann þá aftur og sagði: svarar þú engu? sjá þú, hve margar sakir þeir bera upp á þig!5Jesús svaraði engu orði framar, svo að Pílatus undraðist.6En á hátíðinni var Pílatus vanur að láta þeim lausan bandingja þann einn, er þeir sjálfir æsktu sér;7en þar var einn, er nefndur var Barabbas, er í böndum var hafður ásamt með öðrum óaldar mönnum, sem í upphlaupi nokkru höfðu víg vegið.8En er lýðurinn tók til að kalla upp, og heimta, að hann gjörði, sem hann var vanur,9þá tók Pílatus til orða og sagði: viljið þér, að eg gefið yður lausan Gyðinga konunginn?10því hann vissi að höfuðprestarnir höfðu fyrir öfundar sakir framselt Jesúm.11En höfuðprestarnir æstu upp múginn til að biðja: að hann heldur gæfi þeim Barabbam lausan.12Þá sagði Pílatus aftur til þeirra: hvað viljið þér þá, að eg gjöri við Gyðingakonunginn, er þér svo nefnið?13Þeir kölluðu aftur: krossfestú hann.14Pílatus spurði: hvað hefir hann þá til saka gjört? en þeir hrópuðu þess ákafar: krossfestú hann!15Nú, með því að Pílatus vildi gjöra eftir vild lýðsins, þá gaf hann þeim Barabbas lausan, en lét húðstrýkja Jesúm, og fékk hann svo (stríðsmönnunum) í hendur til krossfestingar.16Þá leiddu stríðsmennirnir hann inn í höllina, það er, inn í hús landstjórnarans, og stefndu þangað öllum flokkinum;17þeir færðu hann í purpurafat, og settu á höfuð honum kórónu, fléttaða af þyrnum,18kvöddu hann og sögðu: heill vertú konungur Gyðinga!19slógu reyrsprota um höfuð honum, hræktu á hann, knéféllu og veittu honum lotningu.20En er þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr purpurakápunni, og í hans eigin klæði.
21En er þeir leiddu hann út, til að krossfesta hann, gekk þar framhjá maður nokkur, er Símon hét, faðir þeirra Alexanders og Rúffusar, hann kom utan af landsbyggðinni; þenna mann neyddu þeir til að bera kross hans.22Síðan færðu þeir Jesúm til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir Hausaskeljastaður;23þar buðu þeir honum vín að drekka myrrublandað, en hann þáði það ekki.24En er þeir höfðu krossfest hann, skiptu þeir klæðum hans milli sín, og köstuðu hlut um, hvað hvör skyldi eignast.25Það var um þriðju stund að þeir krossfestu hann.26Uppi yfir honum var rituð dauðasök hans, þanninn orðuð: konungur Gyðinga.27Tvo ræningja krossfestu þeir með honum, annan til hægri, hinn til vinstri handar honum;28rættist svo það, er Ritningin segir: „með illvirkjum er hann talinn.“29Þeir, sem framhjá gengu, illmæltu honum, skóku höfuð sín og sögðu: svei, það ertú, sem ætlaðir að niðurbrjóta musterið, og byggja það upp aftur á þremur dögum!30bjarga nú sjálfum þér, og stíg niður af krossinum!31sömuleiðis hæddu höfuðprestarnir hann sín á milli, ásamt þeim skriftlærðu og sögðu: öðrum hjálpaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað.32Stígi nú Gyðingakonungurinn Kristur ofan af krossinum, svo vér sjáum, og þá skulum vér trúa honum. Líka illmæltu honum þeir, er með honum voru krossfestir.33En um sjöttu stundu gjörði myrkur yfir allt land, allt til ennar níunda stundar.34En um níundu stundu kallaði Jesús hárri röddu og sagði: E l ó i, E l ó i, l a m m a s a b a c h t a n i! það þýðir: Guð minn! Guð minn! því hefir þú yfirgefið mig?35En er nokkrir af þeim, sem hjá stóðu, heyrðu það, sögðu þeir: sjá! hann kallar á Elías.36Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött með súrt vín, stakk honum á reyrstaf, og gaf honum að drekka, og mælti: lofið mér að! vitum til, hvort Elías kemur að taka hann ofan.37En Jesús kallaði upp hástöfum, og gaf upp andann;38og þá rifnaði musteristjaldið sundur í tvennt, frá ofanverðu og allt niður í gegn.39En er hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá að hann kallaði svo hátt, er hann lést, þá sagði hann: sannarlega hefir þessi maður verið Sonur Guðs.40Konur nokkrar, er stóðu álengdar, horfðu og á þetta; meðal þeirra var María frá Magdölum, og María móðir Jakobs yngra og Jósesar, og Salóme.41Þessar höfðu verið í fylgd með honum, þegar hann var í Galíleu og þjónað honum; þar voru og margar aðrar konur, er farið höfðu með honum upp til Jerúsalem.
42En er kvöld var komið (það var aðfangadagskvöldið fyrir hvíldardaginn),43þá kom Jósep af Arímatea, göfugur ráðherra, hvör og líka vænti eftir Guðs ríki; hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja hann um líkama Jesú.44En Pílatus furðaði sig á, að hann skyldi vera þegar látinn,45og lét því kalla hundraðshöfðingjann fyri sig og spurði hann, hvört hann væri fyrir löngu andaður? Og er hann var þess viss af hundraðshöfðingjanum, gaf hann Jósep líkamann.46Keypti hann þá lín, tók líkið ofan, og sveipaði það í líninu, og lagði það í grafhelli, er höggvinn var út í klett, velti síðan steini fyrir hellismunnann.47En þær María frá Magdölum og María móðir Jósesar horfðu á, hvar líkið var lagt.

V. 1–20. sbr. Matt. 27,1.2.11–31. Lúk. 23,1–25. Jóh. 18,28–40. 19,1–16. V. 24. Sálm. 22,19. V. 28. Esa. 53,12. V. 21–41. sbr. Matt. 27,32–56. Lúk. 23,26–49. Jóh. 19,17–37. V. 34. Sálm. 22,2. V. 42–47. sbr. Matt. 27,57–61. Lúk. 23,50–56. Jóh. 19,38–42.