Bæn um hjálp, og að straff komi yfir óguðlega.

1Sálmur Davíðs. Drottinn mitt bjarg! til þín kalla eg, þeg þú ekki við mér, svo eg ekki verði, ef þú þegir, líkur þeim sem niður fara í gröfina;2Heyr þú mína grátbeiðni, þegar eg ákalla þig, þegar eg upplyfti mínum höndum til þíns heilaga kórs!3Drag mig ekki burt með þeim óguðlegu, með þeim illvirkjum sem tala friðsamlega við sinn náunga, en hafa illt í sinni.4Gjör við þá eftir þeirra tilverknaði og eftir vonsku þeirrar íþróttar, gjald þeim eftir verki þeirra handa, betala þeim eins og þeir hafa tilunnið.5Því þeir vilja ei gefa gaum Drottins verkum, verkunum hans handa, því mun hann niðurrífa þá, og uppbyggja ei aftur.6Lofaður veri Drottinn, því hann heyrir mína innilega grátbeiðni.7Drottinn er minn styrkleiki og skjöldur, mitt hjarta reiðir sig á hann, og eg em hólpinn, og mitt hjarta gleðst, og með mínum söng vil eg vegsama hann.8Drottinn er styrkleikur síns lýðs, og hjálpræði og vörn síns smurða.9Frelsa þitt fólk, blessa þína arfleifð, gef því fæðslu, og annastu það eilíflega.