Málsókn Guðs við Gyðinga: velgjörningar Drottins, fórnfæringar Gyðinga, siðaspilling þeirra og verðskulduð hegning.

1Heyrið þó, hvað Drottinn segir: Statt upp, og sæk sök nokkura fyrir fjöllunum, og lát hæðirnar heyra þína raust!2Heyrið kærumál Drottins, þér fjöll! þér björg, undirstöður jarðarinnar! því Drottinn hefir mál að kæra við sitt fólk, hann vill ganga í lagadóm við Ísraelsmenn.3Mitt fólk! hvað hefi eg gjört þér? með hvörju hefi eg móðgað þig? Svara þú mér!4Eg færði þig þó út af Egyptalandi, frelsaði þig af þrældómshúsinu, og sendi þér fyrirliða, Móses, Aron og Maríu.5Mitt fólk! lát þér þó í hug koma, hvað Balak Móabskonungur hafði í hyggju, og hvörju Bileam Peorsson svaraði honum (4 Mós. 23,24); minnst þess, er gjörðist á leiðinni frá Sittimsdal til Gilgals, svo þú kannist við velgjörninga Drottins.
6Með hvað skal eg koma fram fyrir Drottinn, þá eg fell fram fyrir Guði enum hæsta? Skal eg koma fram fyrir hann með brennifórnir, með ársgamla kálfa?7Hefir Drottinn þóknun á þúsund hrútum, á tíu þúsund viðsmjörslækjum? Skal eg fórna mínum frumgetna syni fyrir mína misgjörð, ávexti míns lífs fyrir synd minnar sálar?8Hann hefir kunngjört þér, maður, hvað gott sé; og hvað heimtar Drottinn annað af þér, en að gjöra rétt, ástunda kærleika, og framganga í lítillæti fyrir þínum Guði?
9Rödd Drottins kallar til borgarinnar (heill sé þeim, sem óttast þitt nafn!): Heyrið, hvör hegningin er, og hvör sá er, sem hana boðar!10Finnst ekki enn þá rangfengið fé í húsum hinna ranglátu, og linur mælir, sem bölvaninni er yfir lýst?11Verð eg ekki vanheiðraður, þá er menn hafa ranga vog og svikalóð í töskum sínum?12Verð eg ekki vanheiðraður í borginni, hvar eð ríkismennirnir eru fullir af rangleitni, og innbyggjendurnir tala lygar og hafa tungu sína til svika?13Þess vegna vil eg leggja á þig þungar plágur, og eyðileggja þig fyrir þinna synda skuld.14Þú skalt eta, en þó ekki seðjast, heldur plágast af hungri; þú skalt engu geta bjargað af því sem þú kemur undan, og því sem þú bjargar, það skal eg ofurselja sverðinu;15þó þú sjáir, skaltu þó ekkert uppskera; þó þú troðir viðsmjörsberin, skaltu þó ekki smyrja þig með viðsmjöri; þó þú sprengir vínberin, skaltu þó ekki vínið drekka.16Menn hafa haldið siðum Omra og öllu háttalagi Akabsættar (1 Kóng. 16,25.30); eftir þeirra athæfi hafið þér breytt, til þess eg leggi borgina í eyði, og láti innbyggjendur hennar verða að spotti; þér skuluð bera svívirðingu míns fólks.