Seffanías spáir Júdaríki eyðileggingu sökum þeirrar hjáguðadýrkunar, sem þar drottnaði.

1Þetta er orð Drottins, sem hann talaði til Seffaníass Kúsisonar, Gedalíusonar, Amaríusonar, Esekíassonar, á dögum Jósíass Júda konungs Amonssonar.2Eg vil taka allt gjörsamlega burt úr landinu, segir Drottinn;3eg vil taka burt menn og skepnur: eg vil taka burt fugla himinsins og fiska sjávarins, hneykslanirnar ásamt með þeim óguðlegu: eg vil afmá mennina í landinu, segir Drottinn.4Eg vil útrétta mína hönd móti Júdaríki, og móti öllum þeim, sem búa í Jerúsalemsborg; eg vil afmá af þessum stað eftirleifar Baals, nafn blótgoðanna ásamt með kennimönnunum:5eg vil afmá þá, sem uppi á húsþekjum falla fram fyrir himinsins her (himintunglunum): þá sem falla fram fyrir Drottni og sverja við hann, en sverja þó undir eins við Malkom ( Mólok):
6þá sem eru fallnir frá Drottni, og þá sem hvörki leita Drottins, né aðspyrja hann.
7Þegi þú fyrir augliti Drottins hins alvalda! því hegningardagur Drottins er nálægur: Drottinn hefir efnt til fórnarveislu og samankallað sína boðsmenn.8Á fórnarveisludegi Drottins vil eg heimsækja landshöfðingjana og syni konungsins, og alla þá sem bera útlenskan klæðnað.9Á þeim degi vil eg heimsækja sérhvörn þann, er brýst inn í hús annarra, og þá sem fylla hús lánadrottna sinna með ofbeldi og svikum.10Á þeim degi, segir Drottinn, skal heyrast neyðarhljóð frá Fiskahliðinu, sorgaróp í hinum hluta borgarinnar, og mikið kvein á hæðunum.11Kveinið, þér sem búið í Maktes a), því kaupmannalýðurinn verður afmáður, og öllum þeim eytt, sem silfri safna.12Á þeim tíma vil eg rannsaka Jerúsalemsborg með skriðljósum, og heimsækja þá sem liggja á dreggjum sínum b), og segja í sínum hjörtum: „Drottinn gjörir hvörki gott né illt“.13Auðæfi þeirra skulu verða að herfangi, og hús þeirra að auðn; þeir skulu byggja hús, en ekki búa í þeim, planta víngarða, en ekki drekka það vín, sem af þeim kemur.14Hinn mikli dagur Drottins er nálægur; nálægur er hann, og hraðar sér mjög; sárlegt kvein skal heyrast á degi Drottins: þá skal jafnvel kappinn æpa.15Sá dagur er dagur reiðinnar, dagur neyðar og þrengingar, dagur tjóns og eyðileggingar, dagur myrkurs og dimmu, dagur skýja og þoku,16dagur lúðra og heróps gegn víggirtum borgum og hávum múrveggjum.17Eg skal þröngva mönnum svo, að þeir skulu ganga sem blindir: því þeir hafa syndgast í móti Drottni; blóði þeirra skal úthellt verða, sem dufti, og hræjum þeirra (út kastað), sem saur.18Hvörki skal silfur þeirra né gull þeirra fá bjargað þeim á reiðidegi Drottins, heldur skal allt landið eyðast fyrir eldi hans vandlætingar: því tjón og bráða eyðileggingu mun hann koma láta yfir alla landsins innbyggjendur.

V. 11. a. Annaðhvört einhvör hluti Jerúsalemsborgar, eða staður nálægt henni. V. 12. b. Þ. e. Þá sem eru andvaralausir um sinn hag.