Páll kemur til Týrus, Tólemais og Sesareu, hvar dætur Filippusar spá, og Agapus fyrirsegir Páli fangelsi; Páli er tekið vel í Jerúsalem; hann segir frá framkvæmdum sínum; honum er ráðið, sökum Gyðinga, að láta hreinsa sig í musterinu, hvar hann er gripinn; yfirmaður kastalans frelsar hann og leyfir honum að forsvara sig.

1Eftir að vér höfðum slitið oss frá þeim og vorum komnir í rúmsjó, sigldum vér beinleiðis til Kós, og næsta dag til Ródus, og þaðan til Patara.2Þar fundum vér skip, er var ferðbúið til Fönisíu, stigum á það og sigldum burt.3En sem vér fengum landsjón af Kýpur, létum vér hana á bakborða og sigldum svo til Sýrlands og tókum höfn í Týrus, hvar skipið átti að leggja upp farminn.4Þar fundum vér lærisveinana og dvöldum hjá þeim sjö daga. Þeir sögðu Páli af andagift, að hann ekki skyldi fara upp til Jerúsalem.5Samt fórum vér að þessum sjö dögum liðnum af stað, og fylgdu þeir oss allir, ásamt konum og börnum, út fyrir staðinn; þar féllum vér á kné í fjörunni og báðumst fyrir;6og eftir að vér höfðum kvatt hvörjir aðra, stigum vér á skip.7Þeir sneru heim til sín, en vér enduðum siglinguna, þá vér fórum frá Týrus og komum til Tólemais a), heilsuðum bræðrunum og töfðum hjá þeim einn dag.8Daginn eftir fórum vær á burt og komum til Sesareu, þar gengum vér inn í hús Filippusar guðspjallara b), sem var einn af þeim sjö, og settumst að hjá honum.9Hann átti fjórar ógiftar dægur, er spáðu;10og sem vér dvöldum þar ekki allfáa daga, kom spámaður nokkur ofan frá Júdeu, Agapus að nafni;11hann kom til vor, tók upp linda Páls, batt hendur sínar og fætur og mælti: svo segir Andinn sá hinn heilagi: þann mann, er þetta belti á, munu Gyðingar þannig binda í Jerúsalem og ofurselja í heiðingja hendur.12Þegar vér heyrðum slíkt, báðum vér og þeir, sem í borginni voru, Pál, að fara ekki upp til Jerúsalem; en hann svaraði:13hví grátið þér og hrellið huga minn? eg em reiðubúinn ekki einungis að láta mig binda, heldur og að deyja í Jerúsalem, sökum nafns Drottins Jesú.14Þar hann ekki vildi fallast á ráð vort, þögnuðum vér og sögðum: verði Drottins vilji!
15Þegar allt var nú tilbúið til ferðarinnar fórum vér upp til Jerúsalem.16Nokkrir af lærisveinunum frá Sesareu fóru með og fylgdu oss til Mnasons frá Kýpur, sem var gamall lærisveinn; hjá honum skyldum vér gista.17Þá vér komum til Jerúsalem, tóku bræðurnir oss feginsamlega,18og næsta dag gekk Páll með oss til Jakobs, hvar allir öldungarnir vóru samankomnir.19Eftir að hann hafði heilsað þeim, innti hann þeim skilmerkilega sérhvað eina, sem Guð hafði framkvæmt fyrir hans þjónustu, meðal heiðinna þjóða.20Við þessar fregnir vegsömuðu þeir Drottin, og sögðu við hann: þú sér, bróðir! hvörsu margar þúsundir Gyðinga hafa trú tekið. Allir þeir eru vandir að því að lögmálið sé haldið,21en þeim er sagt um þig, að þú kennir öllum Gyðingum, er búa meðal heiðingja, fráfall frá Móse c) með þeim ummælum, að þeir eigi hvörki að umskera börn sín, né fylgja hans setningum.22Hvað er hér við að gjöra? vafalaust hlýtur almenningur að koma saman, því menn munu heyra að þú sért kominn.23Gjör nú það, sem vér segjum þér! hjá oss eru fjórir menn, sem bundnir eru heiti;24tak þá til þín, hreinsa þig með þeim og kosta upp á þá, að þeir fái rakað höfuð sín d), þá mega allir sjá að ekkert er til í því, sem um þig er talað, heldur að þú sjálfur haldir lögmálið.25En hvað heiðingjana áhrærir, sem við trú hafa tekið, þá erum vér búnir að gefa út bréf og höfum úrskurðað, að þeir þurfi ekkert slíkt að halda, utan sneiða hjá skurðgóðafórn og blóði og köfnuðu og frillulífi.26Þá tók Páll mennina til sín, og daginn eftir, þá hann hafði hreinsað sig, gekk hann með þeim í musterið og lýsti því e), að hann ætlaði að útenda hreinsunar dagana, þangað til hvörs eins þeirra fórn væri framborin.
27En undir það þeir sjö dagar voru að enda, þá Júðar frá Asíu sáu Pál í musterinu, æstu þeir allan lýðinn og lögðu á hann hendur og hrópuðu:28góðir Ísraelsmenn! hjálpið! hér er maðurinn, sem allsstaðar er að kenna öllum, í móti þjóð, lögmáli og stað þessum. Þar ofan á hefir hann innleitt Grikki í musterið og saurgað þenna heilaga stað.29Þeir höfðu séð áður Trófímus frá Efesus með honum í borginni og hugsuðu, að Páll hefði leitt hann í musterið.30Öll borgin varð nú uppvæg, og múgurinn flykktist saman, greip Pál og dró hann út úr musterinu, og strax var dyrunum læst.31En í því þeir leitast við að lífláta hann, barst sú saga upp til þúshundraðshöfðingja herflokksins a), að öll Jerúsalem væri í uppnámi.32Hann tók þá í snarræði stríðsfólk og hundraðshöfðingja og hljóp niður til þeirra; en þegar hinir sáu þúshundraðshöfðingjann og stríðsmennina, hættu þeir að lemja Pál.33Þúshundraðshöfðinginn kom nú til, tók Pál og skipaði að binda hann með tveimur viðjum, spurði svo, hvör hann væri og hvað hann hefði aðhafst;34en sitt kallaði hvör úr mannfjöldanum, og er hann gat ekkert áreiðanlegt uppgötvað, sökum óróans, bauð hann að leiða hann í herbúðirnar b).35Þá komið var að tröppunum, hlutu stríðsmennirnir að bera Pál, sökum áfergju múgans;36því þorri fólksins flykktist með og hrópaði: lát hann ekki lifa!37Rétt í því Páll skyldi innlátast í herbúðirnar, sagði hann við þúshundraðshöfðingjann: leyfist mér að tala nokkur orð við þig? hann ansaði: kanntú grísku?38ertú ekki sá egypski maður, sem fyrir skemmstu vaktir styrjöld og færðir út á eyðimörk fjögur þúsund flugumenn?39Páll svaraði: eg em Gyðingur, ættaður frá Tarsus og borgari þessa nafnkennda staðar í Silisíu: eg bið því, leyf mér að tala til fólksins!40Að því leyfi fengnu nam Páll staðar á tröppunum og bandaði hendinni til fólksins, og er gott hljóð fékkst talaði hann til þeirra á hebreska tungu og sagði:

V. 7. a. Tólemais, lítil borg og höfn sem áður tilheyrði Asser ættkvísl, en þá var byggð af heiðnum mönnum. V. 8. b. Sbr. 8,5. ff. 6,3.6. V. 21. c. Páll hafði einungis kennt, að umskurn o. s. frv. væri ekkert höfuðatriði til að þóknast Guði, heldur hlýðni við Guðs boð, (1 Kor. 7,18–19), en Gyðingar bættu því við, að hann bannaði hlýðni við Mósislög, K. 18,13. V. 22. Þ. e. kristnir í Jerúsalem. V. 24. d. Leyst heit sín, 4 Mós. 6,17.18. V. 25. Sjá 15,20. V. 26. e. Nl. fyrir prestunum. V. 31. a. Þ. e. þess rómverska setuliðs í Jerúsalem. V. 34. b. Þar sem þeir rómversku stríðsmenn höfðu sitt aðsetur í Kastalanum Antonia, sem Heródes mikli lét byggja.