Pétur afsakar sína umgengni við heiðingja; kristnir, sem tvístrast höfðu, kenna víða; Páll og Barrabas prédika í Antíokíu; Agapus spáir hallæri, og ölmusum er safnað.

1Það kom til eyrna postulunum og bræðrunum í Júdæu, að einnin heiðingjar hefðu tekið við Guðs orði,2og þegar Pétur kom heim til Jerúsalem, átöldu hinir umskornu hann svo segjandi:3þú hefir heimsótt óumskorna og samneytt þeim.4En Pétur innti þeim þá alla söguna frá rótum, og sagði:5eg var í borginni Joppe á bæn, og sá, frá mér numinn, í sýn, ker koma frá himni, ásýndum sem líndúk, uppbundinn í fjórum hornum, og fara að mér;6og er eg festi sjónir á því, varð eg var við og sá í því alls konar ferfætt dýr, villidýr, skriðkvikindi og fugla himins.7Svo heyrða eg raust, sem sagði til mín: stattú upp, Pétur! slátra og et!8eg svaraði: nei, Drottinn, enganveginn! því aldrei hefir neitt óheilagt eður óhreint komið mér í munn.9Þá sagði raustin af himni í annað sinn: hvað Guð hefir gjört hreint, það skaltú ekki meta vanheilagt.10Þetta skeði þrisvar sinnum, síðan var allt aftur til himins upp dregið;11og sjá! samstundis stóðu þrír menn við húsið, sem vér vorum í, sendir frá Sesareu til mín,12og Andinn sagði mér að fylgjast með þeim hiklaust. Samferða mér urðu þessir sex bræður, og vér gengum inn í hús mannsins.13Hann sagði okkur frá, hvörninn hann hefði séð engil í húsi sínu, er stóð þar og sagði við hann: sendú menn til Joppe og láttu sækja Símon, sem kallast Pétur;14hann mun segja þér þau sannindi sem munu gjöra þig og allt þitt hús hólpið.15En strax og eg fór að tala, féll heilagur Andi yfir þá, eins og yfir oss í öndverðu.16Eg minntist þá orða Drottins, er hann sagði: Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírast með heilögum Anda.17Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, þá þeir trúðu á Herrann Jesúm Krist, hvörninn var eg þess þá umkominn að aftra Guði?18Þegar þeir höfðu þetta heyrt, þögnuðu þeir og vegsömuðu Guð segjandi: Guð hefir þá einnig unnt heiðnum þjóðum endurvitkunar til sáluhjálpar.
19Þeir, sem tvístrast höfðu í ofsókninni gegn Stefáni, fóru allt til Fönisíulands, til Sýpruseyjar og til Antíokkíuborgar, en báru ekki lærdóminn upp fyrir öðrum en Gyðingum einum.20Samt voru nokkrir meðal þeirra, ættaðir úr Sýprus og Sýrene, sem, við komu sína til Antíokíu, töluðu fyrir Grikkjum fagnaðarboðskapinn um Herrann Jesús.21Og hönd Drottins var með þeim, svo að mikill fjöldi trúði og sneri sér til Drottins.22Þegar fregnin hér barst til eyrna safnaðarins í Jerúsalem, sendi hann út Barnabas, að hann færi til Antíokkiu;23og sem hann kom og sá náð Guðs, gladdist hann, og uppörvaði alla að halda sér við Drottin með einlægu hjarta,24því hann var góður maður, fullur heilags Anda og trúar; og mikill fjöldi bættist Drottni.25Þaðan fór Barnabas til Tarsus til að leita að Sál,26og er hann hafði fundið hann, fékk hann hann með sér til Antiokkíu, og varð það af, að þeir voru saman allt árið hjá þeim söfnuði, og kenndu þar fjölda fólks, svo að í Antíokkíu nefndust lærisveinarnir fyrst k r i s t n i r.27Um sömu mundir komu spámenn frá Jerúsalem til Antíokkíu;28meðal þeirra gekk einn fram, að nafni Agapus og sagði fyrir, af andagift sinni, að mikið hallæri mundi koma yfir gjörvallt landið, hvað og skeði undir Kládíus keisara.29lærisveinarnir ályktuðu því, hver eftir sínum efnum, að senda nokkuð til bjargar bræðrunum, sem bjuggu í Júdeu,30hvað þeir og gjörðu, og sendu það með Barnabas og Sál til öldunganna.

V. 16. Kap. 1,5. samanb. með Matt. 3,11. V. 19. Kap. 8,1.