Lofsöngur Jónasar í kviði stórfiskjarins.

1Þá sendi Drottinn stórfisk til að svelgja Jónas; og Jónas var í kviði fiskjarins þrjá daga og þrjár nætur.2Jónas bað til Drottins, síns Guðs, í kviði fiskjarins,3og sagði:
Eg kallaði til Drottins í minni neyð, og hann svaraði mér; eg hljóðaði frá afgrunni undirdjúpsins, og þú heyrðir mín hljóð.4Þú varpaðir mér í djúpið, í miðbik sjávarins hvar straumurinn umkringdi mig; allar þínar bárur og bylgjur gengu yfir mig.5Eg sagði: „eg er útrekinn frá þínu augliti! Þó mun eg enn eitt sinn líta þitt heilaga musteri“.6Vötnin umkringdu mig inn að sálunni (Sálm. 69,2), svo að lífi mínu var hætt: vatnageimurinn lá í hring utan um mig: höfði mínu var faldað með marhálmi.7Eg sökk niður að grundvöllum fjallanna, máttsúlur jarðarinnar voru eilíflega læstar utan að mér: en þú Drottinn, minn Guð, færðir líf mitt upp úr gryfjunni.8Þegar mín sála vanmegnaðist í mér, þá minntist eg á Drottin, og mín bæn kom til þín, til þíns heilaga musteris.9Þeir sem dýrka einskisverða hjáguði, þeir hafna sínu, yfirgefa sitt hjálpræði.10En eg vil með lofgjörðarsöng, færa þér fórnir, og efna mitt heit; hjálpræðið kemur frá Drottni.
11Drottinn talaði til fiskjarins, og fiskurinn spjó Jónasi upp á þurrt.