Jesús birtist sínum lærisveinum í Galíleu; segir Pétri fyrir hans afdrif.

1Eftir þetta birtist Jesús aftur sínum lærisveinum við Tíberíadisvatn. En þannig birtist hann:2Símon Pétur og Tómas, sem þýðir: Tvíburi, og Natanael frá Kana í Galíleu og Sebedeusarsynir og tveir aðrir af hans lærisveinum voru þar ásamt.3Símon Pétur segir við þá: eg vil fara að fiska. Þeir segja við hann: vér komum líka með þér. Þeir gengu út og stigu strax á skip; en þá nóttina fengu þeir ekkert.4En er dagur var runninn, stóð Jesús við vatnið, samt vissu ekki lærisveinarnir að það var Jesús.5Jesús sagði þá til þeirra: börn! hafið þér nokkuð matarkyns? þeir sögðu: nei.6Hann sagði þá við þá: kastið netinu hægramegin við skipið, þá munuð þér afla. Þeir köstuðu því nú og gátu þá ekki dregið það fyrir fiskimergð.7Þá segir sá lærisveinn, sem Jesús elskaði, við Pétur: það er Drottinn. En er Símon Pétur heyrði að það væri Drottinn, batt hann að sér sinn nærkyrtil, því hann var snöggklæddur og fleygði sér í vatnið,8en hinir lærisveinarnir komu á skipinu (því þeir voru ekki langt frá landi, heldur svo sem tvö hundruð álnir) og drógu netin að landi, með fiskinum í.9En er þeir voru gengnir á land, sjá þeir glæður og fisk lagðan á þær og brauð.10Jesús segir þá til þeirra: komið með nokkuð af fiskunum, sem þér nú veidduð.11Símon Pétur fór til og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, hundrað fimmtíu og þremur: en þó þeir væru svo margir, rifnaði netið ekki.12Jesús segir við þá: komið og takið dagverð. En enginn af lærisveinunum réðist til að spyrja hann: hvör ertú? því þeir vissu að það var Drottinn.13Þá kemur Jesús og tekur brauðið og gefur þeim, sömuleiðis fiskinn.14Þetta var í þriðja sinni, sem Jesús birtist sínum lærisveinum, eftir að hann var upprisinn frá dauðum.
15En er þeir höfðu matast, segir Jesús við Símon Pétur: Símon Jónasson! elskar þú mig meir en þessir? hann svaraði honum: já, Herra! þú veist að eg elska þig. Jesús segir til hans: gæt þú lamba minna.16Hann segir aftur í annað sinn til hans: Símon Jónasson! elskar þú mig? hann svaraði honum: já, Herra! þú veist að eg elska þig. Jesús segir þá til hans: hirð þú sauði mína.17Hann segir í þriðja sinni til hans: Símon Jónasson! elskar þú mig? þá angraðist Pétur, af því hann sagði í þriðja sinni til hans: elskar þú mig? og hann sagði til hans: Herra! þú veist allt, þú veist að eg elska þig. Jesús segir til hans: geym þú minna sauða.18Sannlega, sannlega segi eg þér: þegar þú varst yngri girtir þú þig og gekkst hvört, sem þú vildir, en þegar þú eldist, muntú útbreiða hendur þínar og annar mun girða þig og leiða þangað, sem þú vilt ekki.19En þetta sagði Jesús til að gefa að skilja, með hvörjum dauðdaga hann skyldi vegsama Guð. Og þá hann hafði þetta talað, sagði hann við Pétur: fylg þú mér eftir.20Pétur leit við, sá þann lærisvein, sem Jesús elskaði, koma á eftir, þann sama, sem um kvöldmáltíðina hafði hallað sér upp að Jesú brjósti og spurt: Herra! hvör er sá, sem mun svíkja þig?21Þegar Pétur sá þennan, segir hann til Jesú: Herra! hvað verður um þennan?22Jesús svaraði honum: ef eg vil að hann bíði þangað til eg kem, hvað kemur það við þig? fylg þú mér eftir.23Því barst sú saga út meðal bræðranna, að þessi lærisveinn mundi ekki deyja.—Þó hafði Jesús ekki sagt við hann, að hann mundi ekki deyja, heldur: ef eg vil hann bíði þangað til eg kem, hvað kemur það við þig?24Þessi er sá lærisveinn, sem hefir vitnað um þetta og skrifað þetta og vér vitum að hans vitnisburður er sannur.25Margt annað hefir Jesús gjört og ef það allt, eitt og sérhvað ætti að skrásetjast, hugsa eg að heimurinn jafnvel ekki mundi rúma þær bækur, sem þá yrðu skrifaðar.