1Á öðru ári ríkisstjórnar þess mikla kóngs Artaserkses, þann fyrsta í nisanmánuði, dreymdi draum Mardokeus Jairsson Semeisonar, Kissonar af Benjamíns ættkvísl, Gyðing nokkurn, sem bjó í staðnum Súsan, mikinn mann, sem þjónaði í kóngsins garði.2En hann var einn af þeim herteknu, sem Nebúkadnesar Babelskóngur, flutti frá Jerúsalem með Jekonja Júdakóngi. Og þessi var hans draumur.3Sjá, þá voru óhljóð (óp) mikil og is, þrumur og jarðskjálfti, skelfing á jörðu.4Og sjá, tveir stórir drekar gengust á til að stríða og þeirra óhljóð voru mikil, og af þeirra óhljóðum æstust allar þjóðir til stríðs, að þær herjuðu á fólk Grikkja.5Og sjá, það var dagur dimmu og myrkurs, þrengingar og angistar, mikillar eymdar og hræðslu á jörðu.6Og allt hið réttláta fólk varð mjög óttaslegið, og hræddist sína ógæfu og bjóst við óförum, og kallaði til Guðs.7En við þess kall spratt upp sem úr lítilli uppsprettu stór á, mikið vatn.8Og nú varð bjart, og sólin rann upp, og þeir aumu sigruðu, og drápu þá drambsömu.9Þegar Mardokeus nú vaknaði, sem hafði dreymt og séð hvað Guð hafði ályktað að gjöra, geymdi hann drauminn í sínu hjarta og vildi gjarnan allt til nætur hafa skilið hann.