Júdit syngur lofsöng, gefur til guðlegrar brúkunar Hólofernis tjald, etc. Deyr.

1Og Júdit hóf þessi þakklætis ljóð meðal alls Ísraels, og allt fólkið söng undir með henni þennan lofsálm.2Og Júdit sagði: byrjið (lofsöng) Guði mínum, með trumbum, syngið mínum Drottni með hornum, látið honum hljóma nýjan sálm, lofið hann og vegsamið hans nafn!3Því sá Guð sem sundurmolar óvinina er Drottinn, því í herbúðum hans, mitt á meðal fólksins frelsaði hann mig af þeirra hendi sem ofsóttu mig.
4Assur kom frá fjöllunum, að norðan, kom með (mörgum) tíu þúsundum síns stríðs hers; þeirra fjöldi troðfyllti dalina, og þeirra hestar þöktu hæðirnar.5Hann hugsaði sér að brenna mitt hérað, og deyða mína æskumenn með sverði, og slá mínum brjóstbörnum niður við, og gefa mín börn til ráns, og flytja burt mínar meyjar.6Drottinn, sá almáttugi, gjörði þá að engu með hendi konu nokkurar.
7Því þeirra sá hinn voldugi féll, ekki fyrir æsku mönnum, ekki sigruðu hann heldur Titananna synir, ekki réðust á hann þeir hávöxnu risar, heldur tortíndi Júdit Meraridóttir honum með fegurð síns andlitis.8Því hún fór úr sínum ekkjubúningi til liðsinnis þeim aðþrengdu í Ísrael; hún smurði andlit sitt með smyrslum og hún batt hár sitt í krans, og klæddist línklæðum, til að lokka hann.9Skósólar hennar gjörðu áhrífur á hans augu, og fegurð hennar andlitis fangaði hans hjarta: sverðið fór í gegnum hans háls.10Persar skulfu fyrir hennar dirfsku, og Medar óttuðust hennar áræði.11Þá glöddust mínir lítilmótlegu, þá fögnuðu mínir óstyrku; en hinir skelfdust, hófu upp sína raust og flúðu:12stúlknasynir lögðu þá í gegn, og þeir særðu þá eins og strokumannabörn: þeir tortíndust fyrir fylkingu míns Drottins.13Syngja vil eg mínum Guði nýjan sálm, Drottinn, mikill ert þú og dýrðlegur, undrunarverður að makt, óviðjafnanlegur.14Þér þjóni öll þín sköpun! því þú talaðir og hún varð til; þú sendir þinn anda, og hann myndaði, og enginn er sá sem mótstandi þinni raust;15því fjöllin hristast í sínum grundvelli ásamt vötnunum, og klettarnir bráðna eins og vax fyrir þínu augliti; en þeim, sem þig óttast, ert þú náðugur.16Því lítið er allt offur til þægilegs ilms, og enn minna, öll fitan til brennifórnar handa þér: en hvör sá, sem óttast Drottin er ætíð mikill.17Vei því fólki sem rís upp móti mínu fólki! Drottinn, sá almáttugi mun því refsa á degi dómsins, því hann sendir eld og orma yfir þeirra hold svo þeir kveina af kvölinni eilíflega.
18En eftir að þeir voru komnir aftur til Jerúsalem, tilbáðu þeir Guð: og eftir að fólkið hafði hreinsað sig, frambáru þeir sínar brennifórnir, sín fríviljugu offur og gáfur.19Og Júdit gaf til guðlegrar brúkunar öll Hólofernis húsgögn, sem fólkið hafði gefið henni; og líka flugnanetið, sem hún hafði tekið af hans rúmi, það gaf hún Drottni sem helga gáfu.20Og fólkið var glatt í Jerúsalem fyrir helgidóminum í þrjá mánuði, og Júdit var hjá þeim.21En eftir þessa daga fór hvör maður heim til sinnar eignar.
Og Júdit kom til Betylúu og sat að sinni eigin. Og hún var heiðruð alla sína ævi í öllu landinu.22Og margir beiddu hennar, en hún aðhylltist engan mann alla sína ævi eftir að maður hennar Manasse dó, og safnaðist til sinna feðra.23Og hún lifði mikið lengi, og varð gömul í húsi mannsins síns, hundrað og fimm ára, og gaf húsmey sinni frelsi, og dó í Betylúu, og menn grófu hana í hellir mannsins hennar Manassis.24Og Ísraels hús harmaði hana í 7 daga. Og hún skipti sínum eignum, áður en hún dó milli ættingja Manassis, mannsins síns, og sinna ættingja.25Og enginn áreitti Ísraelssyni meðan Júdit lifði, og ekki í langan tíma eftir hennar andlát.