Drottinn velur meistara til tjaldbúðarsmíðarinnar. Helgihald hvíldardagsins. Lögmálstöflurnar.

1Drottinn mælti við Móses, og sagði:2eg hefi kvatt til Besalel Úríson Húrssonar af Júda ættkvísl;3eg hefi veitt honum guðlega andagift, hagleik, kunnáttu og skilning, í alls konar handiðnum,4svo að hann er mesti hugvitsmaður á gull og silfur og eir,5á steingröft, steinsetning, tréskurð og alls konar smíðar.6Eg hefi ætlað honum til aðstoðar Oholíab Akísamaksson af Dans ættkvísl, og veitt hefi eg ýmsum hagleiksmönnum það hugvit, að þeir skulu gjört geta allt það, sem eg hefi fyrir þig lagt,7sem er samkundutjaldbúðin, lögmálsörkin, arkarlokið og allur umbúnaður tjaldbúðarinnar,8borðið og þess áhöld, sá ljómandi ljósahjálmur og allt sem til hans heyrir, reykelsis altarið,9brennifórnaraltarið með öllum sínum búnaði, eirkerið með stétt þess,10glitklæðin, vígsluklæði Arons kennimanns, og kennimannabúningur sona hans,11smurningarviðsmjörið, það ilmandi reykelsi til helgidómsins; allt sem eg hefi boðið þér, skulu þeir gjört geta.
12Drottinn talaði til Mósis, og sagði:13tala þú til Ísraelsmanna, og seg: þér skuluð halda mína hvíldardaga, því það er jarteikn meðal mín og yðar og yðvarra niðja, svo þér vitið, að eg Drottinn er sá, sem yður gjörir heilaga.14Haldið því hvíldardaginn, því hann skal vera yður heilagur; hvör sem vanhelgar hann, skal láta líf sitt; því hvör sem þá vinnur, sá maður skal verða afmáður af sínu fólki.15Menn skulu vinna í sex daga, en sjöunda daginn er hátíðishvíld, helguð Drottni; hvör sem vinnur á hvíldardeginum, skal láta líf sitt.16Þar fyrir skulu Ísraelsmenn halda hvíldardaginn, svo þeir gjöri hvíldardaginn að eilífum sáttmála fyrir sína eftirkomendur;17eilíflega skal hann vera jarteikn meðal mín og Ísraelsmanna, því á sex dögum skóp Drottin himin og jörð, en lét af og hvíldist á hinum sjöunda degi.
18Þegar hann hafði lokið þessum viðræðum við Móses á Sínaí fjalli, fékk hann honum tvær lögmálstöflur, þær voru af steini og ritaðar með Guðs fingri.