Bænir þjóðarinnar. Þakklæti fyrir sigur.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs.2Drottinn bænheyri þig á neyðarinnar degi! nafnið Jakobs Guðs verndi þig.3Hann sendi þér hjálp úr helgidóminum, og styrk frá Síon.4Muni hann til alls þíns matoffurs, og finni þínar brennifórnir feitar, (málhvíld).5Hann veiti þér vild þíns hjarta, og láti þig koma fram öllum þínum ásetningi.6Vér skulum fagna yfir þínu frelsi, og setja upp sigurmerki í nafni vors Guðs; þá Drottinn uppfyllir allar þínar óskir.7Nú veit eg að Drottinn frelsar sinn smurða, bænheyrir hann frá sínum heilaga himni.8Þessir (óvinirnir) hrósa sér af vögnum og hestum, en vér af nafni Drottins vors Guðs.9Þeir fá hnésig og falla, en vér stöndum, já, stöndum uppréttir.10Ó Drottinn! frelsa þú kónginn. Já, hann bænheyrir oss, þegar vér áköllum hann.