Postulinn áminnir enn Tímóteus að fyrirbyggja ranga lærdóma og að forðast þá sjálfur. Hann gefi af sér gott eftirdæmi og sé trúr í sínu embætti.

1En Andinn segir með berum orðum að á síðustu tíðum muni nokkrir ganga af trúnni, festa trú til villuanda og djöflalærdóma2sem af fláræði kenna lygar og eru brennimerktir á samviskunni,3banna að giftast og að neyta fæðu er Guð hefir þó skapað til þess hennar sé neytt með þakkargjörð af trúuðum er komnir eru til þekkingar á sannleikanum.4Því að öll Guðs skepna er góð og engin burtkastanleg sé hún meðtekin með þakkargjörð5því hún helgast með Guðs orði og bæninni.6Þegar þú brýnir þetta fyrir bræðrunum þá sýnir þú þig góðan þjón Jesú Krists, vel menntaðan í lærdómum trúarinnar og þeirri ágætu kenningu hvörri þú hefir hlýðnast.7Forðast þú vanheilög ævintýri og kerlingahégiljur en æf sjálfan þig í guðhræðslu.8Líkamleg æfing er til lítils nýt en guðrækni er til alls nytsamleg og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið tilkomanda.9Þetta eru sannmæli allrar samsinningar verðug.10Þess vegna leggjum vér á oss erfiði og þolum fyrirlitningu því vér höfum sett vora von til ins lifanda Guðs sem er frelsari allra manna, einkum trúaðra.11Kunngjör þú þetta og kenn.
12Enginn fyrirlíti þig vegna þinnar æsku en vertú trúaðra fyrirmynd í lærdómi, hegðun, elsku, trú, skírlífi.13Ver kappsamur í lestri, áminningum, kenningu, þangað til eg kem.14Vanræktu ekki þér veitta náðargáfu, hvör þér var fyrirspáð við handauppáleggingu öldunganna.15Gættu að þessu, vertú allur í því, svo að þín framför sé auðsén í öllu.16Haf gát á sjálfum þér og lærdóminum, vertú stöðugur við þetta. Því ef þú gjörir það munt þú gjöra sjálfan þig hólpinn og þá sem þig heyra.

V. 1. Matt. 24,24. Mikk. 2,11. 1 Jóh. 4,1. 2,18. 2 Pét. 2,1. 2 Tess. 2,1–12. V. 4. 1 Mós.b. 1,31. Post.g.b. 10,15. Kól. 2,16. V. 5. sbr. Tít. 1,15. V. 7. Kap. 1,4. 2 Tím. 2,16.23. V. 12. Nokkur handrit Nýja testamentisins bæta hér inn í: í anda. V. 13. Kristnir héldu sömu venju eins og Gyðingar brúkuðu í samkunduhúsum sínum, að lesa part úr Biblíunni og sá sem fann sig hæfan tók þar af tækifæri að gefa söfnuðinum áminningar og meðdeila lærdóma. Lúk. 4,16.20–22. Post.g.b. 13,15.42 sbr. 1 Kor. 14,19.31. V. 14. Kap. 1,19. sbr. 1 Kor. 14.24–26. Post.g.b. 6,6.7. 8,17. 13,3. V. 16. Sbr. Post.g.b. 20,28.