Samson hefnir sín á Filisteum.

1Og það skeði eftir nokkra daga á hveitikornskurðartímanum, að Samson fór að vitja konu sinnar, og hafði með sér kiðling; en sem hann sagði: eg vil ganga í herbergið til konu minnar, þá vildi faðir hennar ekki leyfa honum (að koma) þar inn,2og sagði: eg ætlaði þú mundir henni reiður orðinn, og því gifti eg hana stallbróður þínum, en hún á aðra yngri systur, sem er fríðari en hún, lát hana vera konu (þína) í stað hinnar.3Þá sagði Samson til þeirra: í þetta sinn er eg saklausari en Filistearnir, þó eg vinni þeim skaða.4Svo fór Samson þaðan og veiddi þrjú hundruð refa, og hann tók sér eldskíð, sneri einum hala móti öðrum, og batt svo eldskíð millum hvörratveggja hala.5Síðan kveikti hann eld í skíðunum og sleppti svo refunum lausum inn á korn (land) Filisteanna, og brenndi upp bæði bindini þeirra og svo það standanda korn, líka svo víngarða þeirra og viðsmjörstré.6Þá sögðu Filistear: hvör hefir þetta gjört? þeim var svarað: Samson dótturmaður mannsins í Tímna, fyrir það að þessi tók ektakvinnu hans, og gaf hana hans stallbróður. Svo fóru Filistear upp þangað og brenndu hana og föður hennar í (björtu) báli.7En Samson sagði til þeirra: jafnvel þó þér þetta gjört hafið, þá vil eg samt sem áður hefna mín á yður, og hætta svo.8Og hann sló þá harðlega á leggi og lær *). Síðan fór hann þaðan, og settist að í einum hellir í Etam.
9Þá fóru Filistear upp eftir, og settu herbúðir (til að stríða) í Júda, og dreifðu sér út í Lekí.10Og mennirnir í Júda sögðu: því eruð þér hingað komnir (til að stríða) móti oss? en þeir sögðu: vér erum hingað komnir til að binda Samson, og til að gjöra við hann eins og hann hefir við oss gjört.11Eftir það fóru þrjár þúsundir manna af Júda niður til hellirsins í Etam og sögðu til Samsons: veistú ekki að Filistear drottna yfir oss? því hefir þú þá svo við oss breytt? hann svaraði þeim: eins og þeir gjörðu við mig, svo hefi eg gjört við þá.12Og þeir sögðu til hans, vér erum hingað komnir til að binda þig, og að selja þig Filisteum í hendur. Og Samson sagði til þeirra: vinnið mér þá þann eið, að þér eigi skuluð vinna á mér.13Þeir svöruðu honum og sögðu: enganveginn (skulum vér vinna á þér), vér viljum aðeins binda þig, og gefa þig svo í þeirra hönd, en öldungis ekki skulum vér slá þig í hel. Síðan bundu þeir hann með tveimur reipum nýjum, og fluttu hann burt frá klettinum.14En sem hann kom til Leki, komu Filistear móti honum með fagnaðarópi. Þá kom andi Drottins yfir hann, svo reipin sem vóru um armleggi hans urðu sem þræðir í eldi brunnir, og fjöturin sundurslitnuðu af hans höndum.15Og hann fann nýjan asnakjálka, útrétti sína hönd, tók hann, og sló með honum þúsund manna.16Þá sagði Samson: með asnakjálka (hefi eg) valköst, já tvo valkesti (hlaðið); með asnakjálka hefi eg slegið þúsund manna.17Og sem hann hafði talið endað, varpaði hann kjálkanum úr hendi sér, og hann kallaði þann stað Ramat-Lekí.18En af því hann var sárlega þyrstur, hrópaði hann til Drottins og sagði: þú hefir þessa stóru frelsun gefið fyrir hönd þíns þénara; en nú hlýt eg að deyja af þorsta, og falla í óumskorinna manna hendur!19Þá klauf Guð jaxlinn í kjálkanum *) og vatn spratt þar upp, svo hann drakk; þá kom andi hans (til hans) aftur, svo hann fékk lífi haldið, þar fyrir kallaði hann hans nafn: Ákallarans brunn, sem er enn í Leki,20og Samson dæmdi Ísrael, um Filisteanna daga, í tuttugu ár.

V. 2. Dóm. 14,20. V. 6. Dóm. 6,29. 14,15. V. 7. Gjört hafið, nl. það sem maklegt var í sjálfu sér, þá vil eg samt, og s. fr. V. 8. *) Aðr: sló þá með fótleggnum á lærin, (eða á hrygginn fyrir ofan lærin) og gjörði þeim stórann áverka. V. 11. Dóm. 13,1. 14,4. 1 Mós. 20,9. Dóm. 8,1. Við oss breytt? nl. að æsa Filisteana upp á móti oss. V. 14. Dóm. 11,29. 14,6. 16,9.12. V. 18. 1 Sam. 31,4. V. 19. 1 Sam. 30,12. *) Aðr: þá opnaði Guð tannholdið sem er í kjálkanum. Aðr: þá opnaði Guð tannholuna sem er í Leki. Aðr: þá opnaði Guð dæld í Leki. V. 20. Filisteanna daga; það er: meðan Filistear höfðu yfirdrottnun yfir Ísrael, því þeir höfðu hana alltaf meðan Samson lifði.