Jesús sendir út ena sjötíu lærisveina; þeir koma aftur glaðir af makt yfir öndum; en hann bendir þeim til annars gleði efnis; vegsamar sinn Föður; segir dæmisögu um Samarítann og Levítann; hrósar Maríu fram yfir Mörtu.

1Eftir þetta útvaldi Drottinn og svo aðra sjötíu, og sendi þá undan sér tvo og tvo í allar þær borgir og staði, sem hann hafði ásett sér að koma,2og talaði til þeirra svofelldum orðum: kornskeran er mikil, en verkamennirnir fáir; biðjið því eiganda akursins, að hann sendi verkamenn til kornskurðar síns.3Farið þér, eg sendi yður eins og lömb á meðal úlfa.4Takið hvörki með yður fégirðil eður tösku, og ekki skó, heilsið engum á vegi yðrum;5nær þér komið inn í nokkurt hús, þá segið fyrst: friður sé þessu húsi!6og sé þar nokkur inni góðs verður, munu yðar góðu óskir hrína á honum; en ef ekki, munu yðar góðu óskir hverfa til yðar aftur.7Verið kyrrir í enu sama herbergi, etið og drekkið það, sem yður verðu boðið, því verður er verkamaðurinn launanna; ekki skuluð þér flytja úr einu húsi í annað.8Nær þér komið í bæ nokkurn, og bæjarmenn veita yður viðurtöku, þá neytið þess, er fyrir yður framreitt verður;9læknið þá, sem þar eru sjúkir, og kunngjörið þeim, að Guðs ríki sé í nánd.10En ef þér komið í þann bæ, hvar menn ekki vilja veita yður viðurtöku, þá farið út á strætin, og mælið svo:11duftið, sem loðir á oss úr yðvarri borg, hristum vér af oss, vitið samt það, að Guðs ríki er í nánd.12Trúið mér, að bærilegra mun verða straff Sódómu á degi dómsins, en þeirrar borgar.13Vei þér, Kórasín! vei þér, Betsaída! ef þau kraftaverk, sem framin hafa verið í ykkur, hefðu gjörð verið í Týrus eður Sídon, mundu þeir fyrir löngu hafa séð að sér og klæðst hryggðarbúningi;14en bærilegri munu verða kjör Týrusar og Sídónar á degi dómsins, en ykkar.15Og þú, Kapernaum, sem nú mænir við himin, þér mun til vítis niðursökkt verða.16Sá, sem hlýðir yður, það er sem hann hlýddi mér, og hvör hann fyrirlítur yður, það er sem hann fyriliti mig; en hvör hann fyrirlítur mig, fyrirlítur þann sem mig sendi.
17En þá þeir sjötíu komu til baka, voru þeir næsta glaðir, og sögðu: Herra! einnig illir andar hlýddu oss, nær vér skipuðum þeim í þínu nafni.18Jesús mælti við þá: eg sá Satan falla af himni eins og eldingu.19Sjá! eg gef yður vald til að fóttroða höggorma og sporðdreka og allt óvinarins veldi, og ekkert a) skal yður granda.20En gleðjist samt ekki yfir því, að illir andar hlýða yður, heldur yfir því, að nöfn yðar eru skrifuð á himnum.21Við þetta tækifæri varð Jesús glaður í anda, og tók svo til orða: eg þakka þér, Faðir! Herra himins og jarðar, að þú hefir látið þetta hulið fyrir fróðum mönnum og spekingum, en hefir auglýst það fáfróðum. Að vísu hefir þér, Faðir! þannig þóknast að verða skyldi.22Allt er mér í vald gefið af mínum Föður, og enginn veit hvör Sonurinn sé, nema Faðirinn, eður hvör Faðirinn sé, nema Sonurinn og sá, sem Sonurinn vill það auglýsa.23Þá sneri hann sér til lærisveina sinna, og sagði við þá einslega: sæl eru þau augu, sem sjá hvað þér sjáið;24því eg segi yður, að margir spámenn og konungar hafa viljað sjá það, sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það, sem þér heyrið og heyrðu það ekki.
25Nú stóð upp skriftlærður maður nokkur, vildi freista hans, og tók svo til orða: Meistari! hvörninn á eg að breyta, svo að eg eignist eilíft líf?26Hann mælti: hvað er skrifað í lögmálsbókinni? hvörninn les þú?27Hann mælti: elska skaltú Drottin Guð þinn af öllu hjarta, af allri sálu, af öllum kröftum og öllum huga, og náunga þinn eins og sjálfan þig.28Hann mælti: þú svaraðir rétt, breyt þú svo, og mun þér vel vegna.29En þar eð hann vildi réttlæta sjálfan sig a), spurði hann Jesúm aftur: hvör er þá minn náungi?30Jesús mælti: maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem til Jeríkó og féll í hendur ræningja, sem flettu hann klæðum, veittu honum áverka, fóru síðan burtu og létu hann eftir dauðvona.31Svo bar til, að prestur nokkur fór þenna sama veg, og er hann sá hann, gekk hann framhjá;32eins Levítinn, þegar hann kom til þess staðar og sá hann, gekk hann einninn framhjá.33En samverskur maður nokkur, er fór um farinn veg, kom þar að og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann,34kom og batt sár hans, og hellti í þau viðsmjöri og víni, setti hann síðan upp á sinn eigin eyk, og flutti hann til gestgjafahúss, og lét sér hugarhaldið um hann.35Degi síðar, er hann var ferðbúinn, tók hann upp tvo peninga, fékk gestgjafanum og mælti: al þú önn fyrir honum, og það, sem þú kostar meiru til, skal eg borga þér, þegar eg kem aftur.36Hvör af þessum þremur sýnist þér vera náungi þess sem féll í hendur reyfurunum? hann mælti: sá, sem miskunnarverkið gjörði á honum.37Jesús mælti: far þú og gjör hið sama.38Nú bar svo við, er þeir voru á ferð, að hann kom í þorp nokkurt; þar var kona, að nafni Marta, sem veitti honum gistingu;39hún átti systur, er María hét, hún sat til fóta Jesú og hlýddi hans kenningu.40En Marta hafði mikil umsvif með að standa þeim fyrir beina; gekk hún þá til hans og tók svo til orða: hirðir þú ekki um það, Herra! að systir mín lætur mig eina ganga um beina? seg þú henni að hjálpa mér.41Jesús svaraði henni: Marta! Marta! þú hefir mikla áhyggju og umsvif fyrir mörgu, en á einu ríður mest.42Marta hefir valið sér hið góða hlutskiptið b), og það mun ekki frá henni takast.

V. 2. Matt. 9,37. V. 3. Matt. 10,16. V. 4. Matt. 10,10–15. Mark. 6,8–12. V. 13. Matt. 11,20–24. V. 16. sbr. Matt. 10,40. V. 19. a. Sálm. 91,13. V. 21–22. Matt. 11,25–27. V. 23–24. Matt. 13,16.17. V. 25. ff. Matt. 22,35–39. V. 27. ff. 5 Mós. 6,5. 3 Mós. 19,18. V. 29. a. Þ. e. sýna, að hann hefði ei spurt óþarflega. Gyðingar álitu ei aðra en landsmenn sína fyrir náunga. V. 42. b. Nl. það, að sjá fyrir sálu sinni.