Kóngshúsið byggt, tveir stólpar og áhöld musterisins.

1En sitt hús byggði Salómon á 13 árum a). Þá lauk hann við allt sitt hús.2Og hann byggði húsið af við úr Líbanonsskógi; það var hundrað álna langt, 50 álna breitt og 30 álna hátt, á fjórum röðum af sedrusviðarstólpum og sedrusbjálkar hvíldu á stólpunum.3Og þakið var það með sedrusvið yfir bjálkana sem hvíldu á stólpunum, 45 voru þeir, já 15 í hvörri röð,4og bjálkalagið var þrefalt og gluggar gagnvart gluggum þrísettir.5Og allar dyr og stólpar voru ferkantaðir með plankaverki, og gluggi mót glugga þrisvar og þrisvar.6Og hann byggði forbyrgi með stólpum, það var 50 álna á lengd og þrjátíu álna á breidd, og annað forbyrgi þar fram af, og stólpa og þrepskjöld fyrir hið sama.7Hann gjörði og hásætis forbyrgi hvar hann dæmdi, dómsforbyrgið, allt gólfið var lagt með sedrusvið.8Og hús hans, sem hann bjó í, var byggt líkt þessu, í öðrum garði innaf forbyrginu. Hús byggði hann og handa dóttur faraós, sem Salómon hafði tekið, (ɔ: sér fyrir konu) eins og þetta forbirgi.9Allt þetta var af kostulegum steinum, sexhyrndum eftir máli, sem höfðu verið sagaðir að innan og utan til, neðan frá grundvelli allt upp að þaki, og að utanverðu, allt að þeim stóra garði.10Og grundvöllurinn var úr stórum kostulegum steinum, 10 og 8 álna.11Og þar ofan á voru kostulegir steinar, höggnir eftir máli, og sedrusviður.12Og sá stóri garður allt um kring var með þremur röðum af höggnum steini, og röð af sedrusbjálkum; og svo var og sá innri forgarður Drottins húss og forbirgi hússins.
13Og Salómon kóngur sendi og lét sækja Hiram frá Tyrus b).14Sonur ekkju nokkurar af Naftali ættkvísl var hann, en faðir hans var tyriskur maður, eirsmiður c); og hann var fullur af viti, skilningi og kunnáttu að gjöra allrahanda smíðar af eiri d); og hann kom til Salómons kóngs, og smíðaði allar hans smíðar.15Hann bjó til þá tvo eirstólpa, 18 álna háan hvörn fyrir sig, og 12 álna langur þráður náði yfir um hvörn þeirra.16Og tvo hnúða gjörði hann til að setja ofan á stólpana, steypta úr eiri, 5 álnir var hæð annars hnúðsins, og 5 álnir hins hnúðsins.17Netverk, sem netriðill, og snúrur sem keðjuverk, var á hnúðunum, ofan á stólpunum, sjö á öðrum hnúðnum og sjö á hinum.18Og hann bjó til kjarnepli, og það tvær raðir allt um kring á því eina netverki, til að þekja með hnúðinn sem sat á stólpanum, sama gjörði hann við hinn hnúðinn.19Og hnúðarnir á stólpunum í forbyrginu voru með liljuverki, það var fjórar álnir.20Og hnúðarnir á báðum stólpunum voru 4 álnir á þykkt ofantil við netverkið, um miðjuna, þar sem þeir voru þykkastir, og 2 hundruð kjarnepli, í röðum, voru á hvörjum hnúð.21Og hann reisti upp stólpana fyrir forbyrgi musterisins, og þann sem hann setti hægramegin kallaði hann Jakin, en þann sem hann setti vinstra megin kallaði hann Boas.22Og efst á stólpunum var liljuverk. Og þannig var lokið stólpaverkinu.23Og hann gjörði og það steypta haf, (skál) 10 álnir frá einum barmi til annars, það var kringlótt og dýptin var 5 álnir, og það var ummáls 30 álnir.24Og hnappar voru með barminum allt um kring, 10 á hvörri alin (10 álnir), í kringum hafið; tvær raðir af hnöppum, samsteyptir með hafinu.25Það stóð á 12 nautum, þrjú sneru til norðurs, þrjú til vesturs, þrjú til suðurs og þrjú til austurs, og hafið lá á þeim, og bakhlutir þeirra sneru inn að.26Þykktin á því var þverhönd, og barmarnir voru sem á bikar, settir liljublómum. Það tók 2 þúsund bat (5 hundruð tunnur).27Hann gjörði og 10 borð af eiri, hvört var 4 álnir á lengd og 4 álnir á breidd og 3 álnir á hæð.28Og borðin voru svo gjörð: skildir voru á þeim milli hornlistanna.29Og á skjöldunum milli hornlistanna voru ljón, naut og kerúbar, og eins á hornlistunum ofantil, en fyrir neðan nautin og ljónin voru kransar með laufverki.30Og hvört borð hafði fjögur eirhjól og voru þau með ás úr eiri, og á þeim fjórum hornum voru axlir; undir skálina voru axlirnar steyptar, og kransar á hvörri fyrir sig.31Og op skálarinnar var fyrir innan kransinn, og þar uppaf, var alin, (og opið var kringlótt, sama verk á, sem á stólpafæti) hálf önnur alin á dýpt, og líka var á opinu skurðverk, en skildirnir voru ferkantaðir og ekki kringlóttir.32Og þau fjögur hjól voru undir skjöldunum og ásar hjólanna voru undir skjöldunum og ásar hjólanna við borðin, og hæð hvörs hjóls var hálf önnur alin.33Og verkið á hjólunum var sem vagnhjólaverk, þeirra ásar, þeirra augu, þeirra spælar og þeirra umgjörð, var allt steypt.34Og fjórar axlir voru á þeim fjórum hornum hvörs borðs; á borðinu voru þess axlir.36Og hann útgróf á töflur hliðaumgjörðarinnar og á hennar skildi, kerúba, ljón og pálmavið, á sérhvört autt rúm, og kransar voru í kringum allt.37Þannig gjörði hann þau tíu borðin; þau voru: ein steypa, eitt mál og eitt sköpulag.
38Og hann gjörði 10 skálar af eiri a), 40 bat tók hvör skál, hvör skál var 4 álnir á vídd og sín skálin var á hvörju borði af þeim 10 borðum.39Og hann setti borðin 5 hægramegin í húsinu, og 5 vinstramegin í húsinu. Og hafið setti hann hægramegin í húsinu, austantil að sunnanverðu.
40Og Hiram gjörði potta og skóflur b) og skálar, og Híram lauk við allt verkið sem hann gjörði fyrir kóng Salómon í húsi Drottins.41Tvo stólpa og kúlur hnúðanna efst á stólpunum, tvær, og tvö grindverk til hlífðar þeim, nl: þeim báðum kúlum hnúðanna sem voru efst á stólpunum.42Og þau 4 hundruð kjarnepli til hvörutveggja grindverkanna, tvær raðir af kjarneplum til hvörs grindverks, til hlífðar báðum kúlum hnúðanna á stólpunum.43Og þau 10 borð og þær 10 skálar á borðunum.44Og það eina haf og þau 12 naut undir hafinu.45Og pottana, skóflurnar c) og skálarnar. Og öll þau áhöld sem Híram gjörði fyrir kóng Salómon í Drottins húsi voru gjörð úr skyggðu eiri.46Í Jórdanshéraði lét konungurinn steypa þau í þéttri jörð milli Sukot og Sartan.47Og Salómon lét áhöldin vera óvegin, því nóg var af eirinu, eirið var ekki vegið.48Og Salómon gjörði öll áhöldin sem voru í Drottins húsi. Það gullbúna altari og borðið, hvar á skoðunarbrauðin voru, af gulli,49og ljósahjálmana, 5 til hægri, og 5 til vinstri hliðar fyrir framan kórinn, af skíru gulli, og liljurnar og lampana og skarbítina, úr gulli.50Og skálarnar og diskarnir og fötin, og reykelsiskerin, og glóðarkerin af skíru gulli, og hjarir á vængjahurðir kórsins, þess allrahelgasta, og á vængjahurðir hússins: ɔ: musterisins, úr gulli.51Og svo var öllu því verki lokið, sem Salómon gjörði í húsi Drottins. Og Salómon flutti hingað það sem Davíð faðir hans hafði helgað; silfrið og gullið, og áhöldin lét hann í féhirslu Drottins húss.

V. 1. a. Kap. 6,38. 9,10. V. 13. b. 2 Kron. 2,13. V. 14. c. Gen. 4,22. d. Ex. 31,3.4. V. 15. Sbr. 2 Kóng. 25,17. 2 Kron. 3,15. V. 21. Jakin og Bóas. Þetta skyldi merkja staðfestu og styrkleika. V. 38. a. 2 Kron. 4,6. V. 40. b. Sbr. v. 45. Aðr. Eldspaða. Ex. 27,3. 38,3. Aðr. ausur. Num. 4,14. V. 45. c. Sbr. v. 40. V. 51. Sbr. 2 Kron. 5,1. fl.