Job svarar.

1Þá svaraði Job og sagði:2margt þessháttar hefi eg heyrt; leiðinlegir huggarar eruð þér allir saman.3Skulu ónytjuorð engan enda hafa? eða hvað dirfði þig til að tala svona?4Eg gæti líka talað eins og þér; eg vildi þér væruð í mínum sporum! Eg gæti og samanhrúgað orðum á móti yður og hrist yfir yður höfuðið;5eg mundi styrkja yður með munni mínum, og minna vara meðaumkun mundi lina yðar þjáningu.
6Þó eg tali, svíar ekki mín pína; og þó eg þegi—ætla hún yfirgefi mig?7Vissulega örþreytti hann mig; þú eyðilagðir allt mitt hús.8Þú hefir gjört mig hrukkóttan, og það vitnar móti mér; og mín megurð rís gegn mér og veitir mér mótmæli.9Hans grimmd sundurslítur mig, og hann hatar mig; hann nístir tönnum yfir mér, minn mótstöðumaður starir á mig með sínum augum.10Þeir sperra upp munninn á móti mér; háðuglega gefa þeir mér kinnhesta, og gjöra samdrátt móti mér.11Guð gaf mig á vald hinna ranglátu og lét mig komast í hendur hinna óguðlegu.12Eg hafði hagsæld, en hann steypti mér, tók um hálsinn á mér og í sundurmuldi mig, og gjörði mig að sínu skotmáli.13Hans skeyti umkringdu mig, hann sundurskar mín nýru vægðarlaust, hann úthellti mínu galli á jörðina.14Hann særði mig sár í sár, og hljóp á mig sem stríðshetja.15Þá saumaði eg sekk um mína húð, og huldi mitt höfuð með dufti.16Mitt andlit þrútnaði af gráti, og dauðans skuggi breiddist yfir mín augnalok.17Þó er ekkert ranglæti í minni hendi, og mín bæn er hrein.18Þú jörð! hyl ekki mitt blóð! og ekkert pláss sé hvar mitt hróp felist!19Sjá! enn þá er minn vottur á himnum og minn talsmaður í hæðinni.20Mínir vinir gjöra gys að mér, mitt auga snýr sér til Guðs með gráti.21Æ að maðurinn gæti gengið í rétt við Guð, eins og mannsins barn við sinn stallbróður!22Því þau fáu ár eru senn á enda; svo fer eg þá leið, sem eg kem ekki aftur.

V. 7. og 8. og flg. v: Hér um brúkast, eins og víðar, þessi orð: þú, hann, þeir, og miða þó öll til ens sama.