Sama ræða.

1Á sama tíma, segir Drottinn, munu menn taka úr þeirra gröfum bein Júdakóngs, og bein hans höfðingja, og bein prestanna, og bein spámannanna og bein Jerúsalems innbúa,2og breiða þau út á móti sólunni og tunglinu, og öllum himinsins her, sem þeir elskuðu, og sem þeir þjónuðu, og sem þeir aðhylltust, og sem þeir leituðu að, og sem þeir tilbáðu; ekki verður þeim saman safnað, ei verða þau grafin, heldur verða þau að áburði á jörðunni.3Og þeir sem eftir verða, munu heldur kjósa dauða en líf, þeir eftirtroðnu af þessari vondu kynslóð, á öllum stöðum, hvört eg hefi þeim eftirorðnu burtsnarað, segir Drottinn herskaranna.
4Og seg þeim: svo segir Drottinn: fellur nokkur svo að hann vilji ei uppstanda aftur? villist nokkur af leið, sem ei snúi við aftur?5Hvörs vegna hefir þetta fólk, Jerúsalem, villst af leið til þess að villast allt af? Þeir eru svo fastheldnir á tálinu, þeir vilja ekki við snúa.6Eg tók eftir og heyrði, þeir tala ekki rétt, engin iðrast sinnar illsku, og segir: hvað hefi eg gjört? allir beygja af leið í þeirra ráðs eins og hestur sem hleypur í orrustu.7Storkurinn undir himninum þekkir sinn tíma, og turtildúfan og tranan og svalan gefa gaum tíma þeirra afturkomu, en mitt fólk þekkir ekki réttindi Drottins.8Hvörnig getið þér sagt: vér erum vitrir, og vér þekkjum Drottins lögmál? sannarlega gjörir lygapenni skrifarans (Drottins lögmál) það að lygi.9Þeir vitru verða til skammar, skelkaðir og flæktir: sjá, orði Drottins hafa þeir burtsnarað, og hvörja visku hafa þeir?
10Því mun eg gefa konur þeirra öðrum, þeim, akra þeirra, sem ná þeim; því stórir og smáir eru sólgnir í ábata; frá spámönnum til presta, iðka þeir öll svik.11Og þeir lækna sár míns fólks með hægu móti segjandi: friður! friður! og þó er enginn friður.12Þeir verða til skammar, því viðbjóð aðhafast þeir; ekki skammast þeir sín samt, þeir kunna það ekki, því munu þeir falla meðal þeirra sem falla; á þeirra hegningartíma munu þeir steypast, segir Drottinn.13Enda vil eg á þeim gjöra, segir Drottinn; engin vínber skulu eftir verða á vínviðnum, engar fíkjur á fíkjutrénu, og blöðin skulu visna a); (það sem) eg hefi gefið þeim skal frá þeim takast.
14„Yfir hvörjum sitjum vér? heimtist saman að vér förum í þær sterku borgir og fyrirförumst þar, því Drottinn, vor Guð, hefir ályktað vora þögn (dauða) og drykkjað oss með ólyfjunarvatni; því vér höfum syndgað móti Drottni.15Vér væntum gæfu, en þar er ekkert gott á ferð, lækningartíma, og sjá, þar er skelfing.16Frá Dan heyrist frýs þeirra hesta; af hvíi þeirra graðhesta nötrar allt landið; og þeir koma og eyða landið, og það sem í því er, staðina og þeirra innbúa.17Já, sjá, eg sendi meðal yðar höggorma, basiliska, móti hvörjum særingar ekki stoða, þeir skulu yður stinga, segir Drottinn.18(Hvör gefur) mér hugsvölun í minni mæðu? mitt hjarta er veikt í mér!19Sjá, harmakvein míns fólks hljómar frá fjærlægu landi: „Er Drottinn ekki framar í Síon, er hennar kóngur ekki í henni?“20„Uppskeran er á enda, ávaxta safnið búið (sumarið úti) og vér höfum ekki fengið hjálp!“
21Sár míns fólks eru mín sár, eg geng í sorg, ofboð grípur mig.22Eru engin smyrsli í Gíleað, er þar enginn læknir? því er ekki bundið um sár míns fólks?23Æ! að mitt höfuð væri vatn og mín augu tárauppspretta! þá skyldi eg gráta nætur og daga þá í hel slegnu af mínu fólki!

V. 13. a. Það sem eg hefi etc. aðrir: þau boðorð sem eg hefi gefið þeim, yfirtroða þeir, aðr: öðruvísi.