Hósea seinasti kóngur í Ísrael. Samverskra uppruni.

1Á 12ta ári Akas Júdakóngs, varð Hósea Elason kóngur í Samaríu yfir Ísrael, (og ríkti) níu ár.2Og hann aðhafðist það sem Drottni illa líkaði; þó ekki eins og þeir Ísraelskóngar sem undan honum höfðu verið.3Móti honum fór leiðangur Salmanassar Assýríukóngur og Hósea varð hans þegn og galt honum skatt.4En Assýríukóngur varð áskynja um uppreisn af Hosea, því hann hafði gjört sendimenn til So, kóngsins í Egyptalandi, og ekki goldið skatt Assýríukóngi eins og áður árliga; þá tók Assýríukóngur hann til fanga, og setti hann bundinn í fangelsi.5Og Assýríukóngur fór yfir allt landið, og upp til Samaríu, og sat um hana í þrjú ár.6Á 9da ári Hósea tók Assýríukóngur Samaríu, og flutti Ísraelsmenn til Assýríu og fékk þeim bústaði í Hala og Habor, hjá ánni Gósan og í stöðum Mediumanna.
7Og sökum þess að Ísraels synir syndguðu móti Drottni sínum Guði, sem hafði flutt þá úr Egyptalandi, undan hendi faraós, Egyptalandskonungs, og af því þeir óttuðust aðra Guði,8og gengu eftir siðum þjóðanna sem Drottinn rak út frá Ísraels sonum, og eftir Ísraelskonunga setningum,9og sökum þess að Ísraelssynir aðhöfðust það með launung, sem rangt var, móti Drottni þeirra Guði, og byggðu sér hæðir í öllum sínum stöðum, frá hirðmanna turnum allt til borganna,10og reistu sér súlur og afguðalíkneskjur á hvörjum háum hól, og undir hvörju blómguðu tré a),11og brenndu reykelsi á öllum hæðum, eins og þjóðirnar, sem Drottinn burt flutti frá þeim, og aðhöfðust þetta til að móðga Drottin;12og þjónuðu afguðum, hvar um Drottinn hafði til þeirra sagt: þér skuluð ekki gjöra slíkt!13Og þó Drottinn, fyrir milligöngu allra sinna spámanna, allra sjáendanna, aðvaraði Ísrael og Júda og segði: snúið til baka frá yðar vondum vegi, og haldið mín boðorð, mína setninga og allt það lögmál, sem eg bauð yðar feðrum, og sem eg hefi sent yður, með mínum þjónum, spámönnunum;14en þeir gegndu ekki, og voru þverbrotnir eins og þeirra feður, sem ekki trúðu á Drottin þeirra Guð;15og forsmáðu hans setninga og sáttmála sem hann gjörði við feður þeirra, og hans viðvaranir, sem hann gaf þeim, og gengu eftir hégómlegum afguðum, og dýrkuðu afguði, og breyttu eftir þjóðunum sem bjuggu allt í kringum þá, hvörjum viðvíkjandi Drottinn hafði boðið, að þeir skyldu ei breyta sem þær.16Og yfirgáfu öll boðorð síns Guðs, og gjörðu sér steypt bílæti, tvo kálfa b), og offurlunda, og tilbáðu allan himinsins her og þjónuðu Baal.17Og létu syni sína og dætur ganga í gegnum eldinn (blótuðu sonum sínum og dætrum) og fóru með spáfarir og fjölkynngi, og gáfu sig út til að gjöra allt sem Drottni illa líkaði, til að móðga hann;18þá varð Drottinn (af öllu þessu) ákaflega reiður við Ísrael, svo hann útskúfaði þeim frá sínu augliti; ekkert varð eftir nema ein Júda ættkvísl.19(Ekki hélt samt Júda heldur boðorð Drottins síns Guðs, þeir gengu og eftir siðum Ísraelsmanna, sem þeir höfðu gjört (sér)).20Sökum þessa útskúfaði Drottinn allri Ísraelsætt, og auðmýkti þá, og gaf þá í hendur ræningja, þangað til hann snaraði þeim burt frá sínu augliti.21Ísrael hafði rifið sig frá Davíðs húsi, og tekið til kóngs Jeróbóam son Nebats, og Jeróbóam sneri Ísrael frá Drottni og leiddi þá til stórsynda.22Og Ísraelssynir breyttu eftir öllum syndum Jeróbóams, sem hann aðhafðist, þeir viku ekki þar frá,23þangað til Drottinn útskúfaði Ísrael frá sínu augliti, eins og hann hafði talað fyrir munn allra sinna þénara, spámannanna c), og Ísrael var fluttur burt úr sínu landi til Assýríu allt til þessa dags.
24Og Assýríukóngur lét (fólk) koma frá Babel og frá Kúta og frá Ava og frá Hemat og frá Sefarvaim, og setti það í Samaríu staði, í staðinn fyrir Ísraelssyni, og þeir lögðu undir sig Samaríu og bjuggu í hennar stöðum.25Fyrst eftir að þeir vóru festir þar að, óttuðust þeir ekki Drottin, en Drottinn sendi ljón d) meðal þeirra, sem drápu nokkra af þeim.26Þá sögðu þeir við Assýríukóng: það fólk sem þú fluttir og lést búa í Samaríu stöðum, þekkir ekki landsguðsins dýrkun; því hefir hann sent ljón meðal þeirra, og sjá! þau deyða þá, af því þeir ekki þekkja dýrkun guðsins í landinu.27Þá bauð Assýríukóngur og mælti: farið þangað með einn af prestunum, sem þér fluttuð burt þaðan, að þeir fari þangað og búi þar, og hann kenni þeim dýrkun guðsins í landinu.28Og svo kom einn af prestunum, sem þeir höfðu flutt burt úr Samaríu, og hann bjó í Betel og kenndi þeim, hvörnig þeir skyldu óttast Drottin.29En hvör ættin (þjóðin) gjörði sér (þar að auki) sína guði, og setti þá í húsin á hæðunum, sem Samverskir höfðu gjört, hvör ættin í sínum stöðum, þar sem þeir bjuggu.30Þeir frá Babel gjörðu sér Sukot-Benot; þeir frá Kut gjörðu sér Nergal; þeir frá Hemat gjörðu Asíma,31þeir frá Ava gjörðu Nibehas og Tartak og þeir frá Sefarvaim brenndu syni sína í eldi a) fyrir Adramelek og Anamelek, Sefarvaims guðum.32Þeir óttuðust og svo Drottin og settu presta á hæðirnar af þeim lítilmótlegustu meðal þeirra, og þeir báru fórnir fyrir þá í húsunum á hæðunum.33Drottin óttuðust þeir, og sínum afguðum þjónuðu þeir, eftir siðum þeirra þjóða frá hvörjum þeir voru þangað fluttir.34Allt til þessa dags breyta þeir eftir fornum sið; þeir óttast ekki Drottin (einan) og gjöra ei eftir þeim setningum og siðum, né eftir lögmálinu og þeim boðorðum sem Drottinn gaf sonum Jakobs, hvörjum hann hafði gefið nafnið Ísrael.35Því Drottinn hafði gjört sáttmála við þá og boðið þeim og sagt: þér skuluð enga aðra Guði óttast né tilbiðja þá, né þjóna þeim, né færa þeim fórnir;36heldur Drottni sem flutti yður burt úr Egyptalandi með miklum krafti og útréttum armlegg; hann skuluð þér óttast, hann tilbiðja og honum fórnir færa;37og þá setninga, réttindi, og það lögmál, og það boðorð, sem hann hefir yður skrifað, skuluð þér halda og alltíð eftirlifa og enga aðra Guði óttast;38Og þeim sáttmála sem eg gjörði við yður skuluð þér ekki gleyma, og enga aðra Guði óttast;39heldur skuluð þér óttast Drottin, yðar Guð, og hann mun frelsa yður af hendi allra yðar óvina.40En þeir gegndu því ekki, heldur gjörðu eftir þeirra fyrri siðum.41Og svona óttaðist þetta fólk Drottin, og þjónaði líka sínum afguðum; þeirra börn og barnabörn breyta eins og þeirra feður höfðu breytt, allt til þessa dags.

V. 10. a. 16,14. 1 Kóng. 14,23. V. 16. b. 1 Kóng. 12,28. V. 17. v. 31. 21,6. 23,10. V. 18. 23,27. V. 23. c. Hós. 1,6. Devt. 28,36.63. f. V. 25. d. Lev. 26,22. Spek. 11,18.19. V. 31. a. 16,3. 21,6. Devt. 18,10. V. 39. 1 Sam. 12,24. Sálm. 34,10.