Tveir spádómar um Egyptaland.

1Á tíunda árinu, tólfta dag hins tíunda mánaðar, talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:2þú mannsins son, snú þínu augliti í gegn faraó, Egyptalandskonungi, spá fyrir honum og öllu Egyptalandi,3tala og seg: svo segir Drottinn alvaldur: sjá, eg rís í gegn þér, faraó, Egyptalandskonungur, þú mikli krókódill, sem liggur í þínum árstraumum, og segir: fljótið er mitt, eg hefi búið það til handa mér.4Eg skal setja króka í kjálka þína, og láta fiskana í þínu fljóti loða á hreistri þínu; eg skal draga þig upp af fljótinu, og allir fiskarnir í þínu fljóti skulu loða á þínu hreistri;5eg skal varpa þér út á eyðimörku ásamt með öllum fiskunum úr fljótinu; þú skalt liggja þar á bersvæði; leifar þínar skulu ekki verða saman tíndar eða uppteknar, heldur skal eg láta þig verða dýrum jarðarinnar og fuglum himins að bráð;6og allir innbúar Egyptalands skulu viðurkenna, að eg em Drottinn. Af því þeir hafa verið Ísraelsmönnum eins og reyrstafur:7því þegar þeir tóku þig í hönd sér, brotnaðir þú, og hruflaðir þá alla á síðunni, og þegar þeir studdust við þig, brast þú í sundur, og linaðir þá í öllum mjöðmunum;8þar fyrir, svo segir Drottinn alvaldur: sjá, eg skal láta sverðið koma yfir þig, og gjöreyða hjá þér mönnum og fénaði;9Egyptaland skal verða að auðn og öræfum, og þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn. Af því hann sagði: eg á fljótið, eg hefi búið það til;10þar fyrir, sjá! eg fer á móti þér og þínu fljóti, og gjöri Egyptaland að öræfum og eyðimörku frá Migdol til Sýene, allt að landamerkjum Blálands;11þar skal enginn maður um fara, þar skal enginn fénaður ganga, og landið skal vera óbyggt í 409 ár;12eg skal gjöra Egyptaland að auðn, eins og önnur eyðilönd, og borgir þess skulu liggja í eyði, eins og aðrir niðurbrotnir staðir, í 40 ár; eg skal tvístra Egyptalandsmönnum meðal þjóðanna, og dreifa þeim út um löndin.13Samt sem áður, svo segir Drottinn alvaldur, þegar 40 ár eru liðin, vil eg saman safna Egyptalandsmönnum frá þeim þjóðum, meðal hvörra þeir eru sundurdreifðir;14eg vil leiða þá herleiddu Egyptalandsmenn heim aftur, flytja þá aftur inn í landið Patrós, það land, hvaðan þeir eru upprunnir, og þar skulu þeir vera lítilfjörlegt ríki;15það ríki skal vera lítilfenglegra en önnur ríki, og það skal ekki framar hefja sig upp yfir þjóðirnar; eg skal lítillækka þá, svo að þeir skulu ekki drottna yfir öðrum þjóðum.16Og Ísraelsmenn skulu ekki framar setja til þeirra það traust, sem minni mig á þá yfirsjón þeirra, að þeir sáu þar til athvarfs, sem Egyptalandsmenn voru; þeir skulu þá viðurkenna, að eg em Drottinn alvaldur.
17Svo bar til á 27da árinu, þann fyrsta dag hins fyrsta mánaðar, að Drottinn talaði til mín þessum orðum:18þú mannsins son! Nebúkadnesar, Babelskonungur, hefir látið herlið sitt vera í þungum starfa við Týrusborg: höfuð allra hans manna eru orðin hárlaus, og axlir þeirra gnúnar; og þó hefir hvörki hann né herlið hans fengið neitt af Týrusborg fyrir þann starfa, sem hann hefir haft fyrir henni.19Þar fyrir, svo segir Drottinn alvaldur: sjá, eg gef Nebúkadnesari, Babelskonungi, Egyptaland, hann skal flytja burt þess innbyggjendur, og fara þar með rán og rifs, það skulu vera launin handa herliði hans.20Fyrir starfa þann, sem hann hefir haft fyrir borginni, gef eg honum Egyptaland til launa, því þeir hafa verið í minni þjónustu, segir Drottinn alvaldur.21Um þær mundir mun eg láta vaxa styrk Ísraelsmanna, og þá mun eg upp lúka þínum munni á meðal þeirra, svo að þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.