Páll fer til Measedoníu og Grikklands og þaðan aftur til Tróas, hvar hann kennir og endurlífgar Evtykus; heldur áfram til Assus og Miletus; hér kveður hann öldungana í Efesus með hrærðu hjarta.

1Eftir að þessi órói var stöðvaður, kallaði Páll lærisveinana saman, kvaddi þá og fór af stað til Masedoníu.2Og er hann hafði farið um þau landspláss og með mörgum orðum áminnt bræðurna, kom hann til Grikklands.3Þar dvaldi hann þrjá mánuði; en er honum vóru veitt umsátur af Gyðingum, þá hann ætlaði til Sýrlands, varð hann þess sinnis að snúa aftur um Masedoníu.4Fylgdu honum þá á veg allt til Asíu, Sópater frá Beróea, Aristarkus og Sekúndus frá Tessaloníku, Gajus frá Derbe og Tímóteus; en af Austurálfu mönnum Tykíkus og Trófímus.5Þessir fóru á undan oss og biðu vor í Tróas.6En vér sigldum eftir daga hinna ósýrðu brauðanna frá Filippí, og hittum þá á fimmta degi í Tróas, hvar vér töfðum sjö daga.7En á fyrsta degi vikunnar, þá vér vórum samankomnir til að brjóta brauðið a), hélt Páll ræðu, því hann ætlaði að ferðast morguninn eftir og teygði ræðuna til miðnættis.8Samkoman var á loftsal, hvar mörg ljós brunnu;9en í glugganum sat eitt ungmenni að nafni Evtykus, á hann féll þungur svefn, þá Páll ræddi svo lengi, og yfirkominn af svefninum datt hann ofan úr þriðja lofti niður á jafnsléttu, og var tekinn upp andvana.10Páll gekk þá ofan, lagðist niður að honum, umfaðmaði hann, og sagði: gjörið engan hávaða!11hann er með lífi; sté síðan upp aftur, brauð brauðið og neytti, talaði við þá lengi, allt þar til dagur ljómaði og fór svo sinn veg;12en þeir fóru burt með sveininn lifanda, og urðu næsta glaðir.13Vér stigum nú á skip og fórum á undan til Assus, hvar Páll átti að takast á skip, því svo hafði hann ráð fyrir gjört, en ætlaði að fara sjálfur þangað fótgangandi.14Þá fundum vorum hafði borið saman í Assus og vér höfðum tekið við honum, komum við til Mitylene.15Þaðan sigldum vér og komumst annars dags gagnvart Kíos. Daginn eftir lögðum vér að Samus, og stöldruðum við í Trógillíon, og komum næsta dag til Míletus.16Páll ætlaði að sigla framhjá Efesús, svo hann tefði sem skemmst í Asíu, því hann flýtti sér, svo að hann, ef mögulegt yrði, gæti verið á hvítasunnuhátíðinni í Jerúsalem.
17Frá Míletus sendi hann til Efesus, að kalla á öldunga safnaðarins;18og sem þeir voru til hans komnir, ávarpaði hann þá þannig: þér vitið hvörnig eg, einlægt frá þeim fyrsta degi eg kom í Asíu, hefi hagað mér meðal yðar,19í erindum Drottins, án yfirgirndar og stórlætis, oft með tárum og í vandræðum, sem Gyðinganna vélræði hafa bakað mér;20hvörsu eg hefi ekkert undanfellt, það yður væri til nytsemdar, heldur birt það og kennt, bæði opinberlega og í heimahúsum,21áminnandi svo vel Gyðinga sem Grikki, að snúa sér til Guðs og til trúarinnar á Drottin vorn Jesúm Krist;22og sjáið! nú em eg bundinn í anda a) að fara upp til Jerúsalem, óviss um, hvað þar muni mæta mér,23nema hvað heilagur Andi í sérhvörri borg birtir mér og segir mér, að fjötur og harmkvæli bíði mín.24En eg set það ekkert fyrir mig, met og ekki dýrt líf mitt, svo að eg með gleði fullendi mitt skeið og embætti, sem eg hefi tekið við af Herranum Jesú, að auglýsa hátíðlega fagnaðarboðskap guðlegrar náðar.25Og takið nú eftir! eg veit að enginn af yður öllum, meðal hvörra eg hefi gengið og kennt um Guðs ríki, muni framar sjá mitt auglit.26Því vitna eg nú fyrir yður í dag, að eg em hreinn af blóði b) allra;27því eg hefi ekki hlíft við að opinbera yður allt Guðs ráð.28Hafið nú gát á sjálfum yður og á allri hjörðinni, yfir hvörja heilagur Andi setti yður tilsjónarmenn, að annast söfnuð Drottins, hvörn hann útvegað hefir með sjálfs síns blóði;29því þetta veit eg, að eftir burtför mína munu grimmir vargar smeygja sér inn á milli yðar, þeir eð ekki munu þyrma hjörðinni;30og meðal sjálfra yðar munu rísa upp menn, og fara með rangsnúna lærdóma, til að leiða lærisveinana afvega með sér.31Vakið þess vegna og verið þess minnugir, að eg hefi í þrjú ár nótt og dag, ekki aflátið, með grátandi tárum, að áminna hvörn og einn.32Og nú fel eg yður, bræður! Guði og orði hans náðar, hvört máttugt er enn betur að efla yður og veita yður arftöku meðal allra helgaðra.33Einkis silfur eða gull, eður klæði hefi eg girnst.34Sjálfir vitið þér, að hendur þessar hafa unnið fyrir mínum nauðþurftum og þeirra, sem með mér voru.35Í öllu sýnda eg yður, að oss byrjaði þannig að vinna, og aðstoða hjálparþurfendur, og minnast orða Drottins Jesú, því hann sagði: „sælla er að gefa, en að þiggja“.36Að svo mæltu féll hann á kné og bauðst fyrir, ásamt þeim öllum,37og þeir grétu allir hástöfum, lögðu hendur um háls Páli og kysstu hann,38mest sorgbitnir af því orði, er hann hafði sagt, að þeir aldrei framar mundu sjá hans auglit; og þeir fylgdu honum til skips.

V. 7. a. Þ. e. að halda kærleiksmáltíð, sem í enni fyrstu kristni fylgdi kvöldmáltíðar nautninni, 1 Kor. 11,23–26. V. 22. a. Þ. e. knúður af Guðs Anda. V. 26. b. Óförum. V. 28. Tít. 2,14.