Vígsla musterisins. (1 Kgb. 8.)

1Og svo var öllu verkinu lokið sem Salómon gjörði fyrir Drottins hús, og Salómon flutti þangað inn það sem Davíð faðir hans hafði helgað; og silfrið og gullið og öll áhöld lagði hann í fjárhirslu Guðs húss.2Þá samankallaði Salómon þá elstu í Ísrael til Jerúsalem, og alla höfuðsmenn ættkvíslanna, höfðingja Ísraels sona ættliða, til að flytja sáttmáls örk Drottins úr Davíðs borg, það er Síon.3Og allir Ísraelsmenn komu til kóngsins á hátíðinni (það er sá sjöundi mánuður).4Og allir þeir elstu í Ísrael komu, og Levítarnir báru örkina.5Og þeir fluttu örkina og samkundutjaldbúðina og öll heilög áhöld sem voru í tjaldinu, þau fluttu prestarnir, Levítarnir.6Og Salómon kóngur og allur Ísraelssöfnuður, sem til hans var kominn, var frammi fyrir örkinni og fórnfærði sauðum og nautum, sem hvörki urðu talin né reiknuð fyrir fjölda sakir.7Og prestarnir fluttu sáttmáls örk Drottins á sinn stað í kór hússins, í það allrahelgasta, undir vængi kerúbanna.8Og kerúbarnir útbreiddu vængina yfir arkarinnar stað, og huldu örkina og hennar stengur upp yfir.9Og stengurnar voru svo langar að endarnir á þeim sáust frá örkinni fyrir framan kórinn, en þeir sáust ekki að utan til; og þeir voru þar allt til þessa dags.10Ekkert var í örkinni nema aðeins bæði spjöldin, sem Móses lagði (þar í) á Horeb, þegar Drottinn gjörði (sáttmála) við Ísraels syni, þá þeir fóru úr Egyptalandi.
11Og það skeði, þá prestarnir gengu út úr helgidóminum (því allir prestar, sem þar voru, höfðu helgað sig, umskiptanna var ekki gætt),12Og Levítarnir, nefnil: söngvararnir, þeir allir, svo sem: Asaf, Heman, Jedutún og þeirra synir og þeirra bræður klæddir líni, með hornum og með hörpum og með hljóðpípum, stóðu austantil við altarið, og hjá þeim hér um bil hundrað og 20 prestar, sem blésu í básúnur;13og sem einn (maður) væri, hljómuðu básúnurnar og söngvararnir með einni rödd, lofandi Drottin og þakkir gjörandi; og þá þeir hófu upp röddina, með básúnum og hornum og hljóðfærum og með þakkargjörð við Drottin, að hann væri góðgjarn, að hans náð væri eilíf, svo varð húsið, Drottins hús, fullt af skýi nokkru;14og prestarnir gátu ekki staðið þar til að gegna þjónustugjörðinni sakir skýsins; því dýrð Drottins hafði fyllt Guðs hús.