V.
Og Salómon kóngur bar inn þangað allt það sem hans faðir Davíð hafði helgað, sem að var silfur og gull og allra handa ker, og lagði það í féhirslur Guðs húss.
Þá samankallaði Salómon alla inu elstu í Ísrael, allra kynkvísla höfðingja og feður á meðal Ísraelssona til Jerúsalem að þeir skyldu færa upp Drottins sáttmálsörk af Davíðsstað sem að var Síon. [ Og allir Ísraelsmenn söfnuðust saman til kóngsins á hátíðinni, það var í þeim sjöunda mánaði. Og allir inu elstu í Ísrael komu og Levítarnir tóku upp örkina og báru hana með vitnisburðarins tjaldbúð og þann allan heilagan umbúnað sem var í tjaldbúðinni báru prestarnir og Levítarnir upp með. En Salómon kóngur og allur Israelissöfnuður sem til hans var kominn offraði sauðum og uxum fyrir örkinni, svo mörgum að enginn kunni að telja eða reikna það.
Svo var nú Drottins sáttmálsörk borin af prestunum í sinn stað inn í kórinn hússins, í það allrahelgasta, undir vængi kerúbím svo að kerúbím útbreiddu sína vængi yfir þann stað sem örkin var og kerúbím huldu örkina og hennar stengur ofanvert. [ En stengurnar voru svo langar að sjá mátti á knappana á þeim fyrir framan kórinn en utan til sáust þeir ekki. Og hún var þar allt til þessa dags. Og ekki neitt var í örkinni utan þau tvö steinspjöld sem Móses lét í hana í Hóreb þá að Drottinn gjörði einn sáttmála við Ísraelssonu þá þeir fóru af Egyptalandi.
En sem prestarnir gengu nú út af helgidóminum (því allir prestar sem til samans voru helguðu sig og þeirra skikkan var þá enn ekki haldin) og Levítarnir með öllum þeim sem voru undir Assaf, Heman, Jedítún, þeirra synir og bræður, skrýddir í línklæði, sungu með cimbalis, psalterio og hörpum standandi fyrir austan altarið og hundrað og tuttugu prestar hjá þeim sem að blésu í sínar trametur. Og er þeir sungu til samans, bæði með hljóðunum og so trametunum undir eins, þá var að heyra svo sem ein hljóð væri allra þeirra, lofandi og vegsamandi Drottin. Og sem þeir hófu upp hljóðin með básúnunni, cimbalis og öðrum strengjaleik og lofuðu Drottin, það hann er góður og hans miskunnsemi varir ævinlega, þá varð Drottins hús fullt af þoku svo að prestarnir gátu ekki staðið og þjónað fyrir þokunni. Því að dýrð Drottins uppfyllti Guðs hús.