X.

Heyri þér hvað er Drottinn talar til yðar, þér af húsi Ísraels. So segir Drottinn: Þér skuluð ekki læra siðvenjur heiðinna manna og þér skuluð ekki hræddir vera fyrir himinteiknunum so sem það heiðingjarnir hræddir eru því að afguðirnir heiðinna manna eru alls ekkert. Þeir höggva tréð í skóginum og smiðurinn smíðar það með öxinni og prýðir það með gulli og silfri og festir það með nöglum og hamri að það skuli ekki ofan detta. Þeir eru ei annað utan málaðir tréstokkar, þeir kunna eigi að tala, so hljóta þeir einnin bornir að vera það sjálfir kunna þeir eigi að ganga. Þar fyrir skulu þér ekki hræddir vera fyrir þeim það þeir kunna hverki að hjálpa né skaða gjöra.

En þér, Drottinn, er enginn líkur, þú ert stór og þitt nafn er mikilsháttar og þú kannt það að auðsýna með gjörningi. Hver er sá að þig ætti eigi að hræðast, þú kóngurinn heiðinna þjóða? Þér er skyldugt að hlýða því að þar er enginn sá spekingur á meðal heiðinna þjóða og út í öllum kóngaríkjunum að hann megi jafnast við þig. Allir saman þá eru þeir heimskir og viskulausir því að tréstokkurinn er ein fáfengileg guðsþjónusta. Silfurplöturnar flytjast hingað yfir um sjávarhafið en gullið út af Úfas tilbúið af meistaranum og gullsmiðunum, í gult silki og purpura klæða þeir þau og það er allt saman ekki utan vísra manna fundningar.

En Drottinn er einn sannur Guð, einn lifandi Guð, einn eilíflegur kóngur. Fyrir hans reiði skelfur jörðin og þeir hinir heiðnu kunna ekki að þola hans ógnanir. Því segið nú svo til þeirra: Þeir guðir sem ekki hafa gjört himin og jörð þeir hljóta afmáðir að verða í burt af jörðunni og undan himninum. En hann hefir gjört jörðina með sínum krafti og tilbhúið jarðarkringluna með sínum vísdómi og himininn útbreitt með sínum skilningi. Nær eð hann slær reiðarþrumurnar þá er þar vatsins nógleg nægð undir himninum og dregur upp þokuna í frá enda jarðarinnar, hann gjörir þær eldingarnar í regninu og lætur vindinn koma úr leynilegum fylsnum.

Allir menn eru heimskir í sinni kunnáttu og hver gullsmiður verður skammarlegur meður sínar líkneskjur það þeirra skúrgoð eru svikræði og hafa ekki neitt líf.

Það er ekki utan hégómi og sviksamlegt smíði, þeir skulu og fyrirfarast nær eð þeirra verður vitjað. En hann er eigi so sá sem að er fésjóður Jakobs heldur er hann sá hinn sami sem skapað hefur alla hluti og Ísrael er hans arfleifð, hann heitir Drottinn Sebaót.

Tak þína handtéran burt úr landinu, þú sem býr í þeirri öruggri borginni, því so segir Drottinn: Sjá þú, eg vil í burt dreifa innbyggjurunum landsins í þessu sinni og eg vil þrengja að þeim so að þeir skulu kenna þess.

Ah, mín eymdarneyð og hjartans sorg! En eg þenki að það sama sé mín hefndarplága og eg hljóti hana að líða. Mín tjaldbúð er niðurbrotin og öll mín reip eru í sundur slitin. Mín börn eru í burtu og eru eigi meir fyrir sjónum, enginn útréttir mína tjaldbúð aftur og engin slær mínu landtjaldi upp aftur. því að hirðararnir eru vorðnir að vitleysingum og hirða eigi um Drottin, þar fyri kunna þeir og einnin ekki neitt réttvíslegt að kenna heldur eru allar hjarðir í sundur dreifðar. Sjá þú, þar kemur eitt heróp fram þaðan og ein mikil skelfing úr norðurlandinu so að þeir staðirnir í Júda skulu í eyði leggjast og að drekabælum verða.

Eg veit það, Drottinn, að mannsins gjörningur er ekki í sjálfs hans valdi og það stendur ekki í neins manns magt hvernin það hann skuli ganga eður greiða sína götu. [ Tyfta þú mig, Drottinn, þó með hófsemd og ekki í bræði þinnar reiði so að þú upprætir mig ekki, heldur úthell þú þinni reiði yfir heiðingjana þá sem ekki þekkja þig og yfir þær kynkvíslirnar sem ekki ákalla þitt nafn. Því að þeir hafa Jakob uppétið og uppsvelgt, þeir hafa útrýmt hann og hans bústaði í eyði lagt.