IIII.

Það mislíkaði Jona ofurmjög og hann varð reiður og bað til Drottins og sagði: „Ó herra, þetta er það sem eg sagði þá eg var enn í mínu landi, hvar fyrir að eg vildi og svo hafa komist undan og flýði á sjóinn. Því að eg veit að þú ert náðugur, miskunnsamur, þolinmóður og gæskufullur og lætur þig angra það vonda. [ So tak nú, Drottinn, mína aund frá mér því eg vil heldur deyja en lifa.“ En Drottinn sagði: „Hyggur þú að þú reiðist með réttu?“

Og Jónas gekk út af staðnum og setti sig í austur gagnvart staðnum og gjörði sér þar eitt hreysi. Þar settist hann niður undir skuggann þangað til hann sæi hvað yfir staðinn mundi koma.

Og Drottinn Guð lét vaxa einn lund og hann óx yfir Jonam so hann skýldi honum yfir hans höfuð og linaði hans veikleika. Og Jónas gladdist mjög af þeim lundi. En Drottinn tilsetti einn orm um morguninn þá morgunroðinn kom og ormurinn stakk þennan lund so hann visnaði. Og sem sólin var upp komin lét Drottinn koma eit þurrt austanveður og sólargeislinn skein á höfuð Jónas og hann varð máttlaus. Þá óskaði hann sér dauða og sagði: „Eg vil heldur deyja en lifa.“

Þá sagði Drottinn til Jonam: „Hugsar þú að þú reiðist með réttu vegna þessa lunds?“ Hann sagði: „Eg reiðunst með réttu allt til dauða.“ Og Drottinn sagði: „Þú kennir í brjósti um þennan lund fyrir hverjum þú ekki erfiði hafðir og ekki heldur létstu hann vaxa, hver á einni nótt óx og á einni nótt visnaði. Og skyldi eg ekki sjá aumur á Níníve, so stórum stað, í hverjum að eru meir en hundrað og tuttugu þúsundir manna hverjir öngvan greinarmun vita, hvað hið hægra eða hið vinstra er, og þar með fjöldi dýra?“