IIII.

Og Bóas gekk upp að staðarportinu og setti sig þar. Og sjá, þá erfinginn gekk þar framhjá talaði Bóas til hans og sagði: „Kom og set þig niður hér eður þar.“ Og hann kom og settist niður.

Og Bóas tók tíu öldunga af borgarmönnunum og bað þá sitja og þeir settust niður. Þá mælti Bóas til erfingjans: „Naemí sem aftur er komin af landi þeirra Moabitarum vill selja þann part akurs sem heyrði til vorum bróður Elímelek. Því þenkta eg mér að láta það koma fyrir þín eyru og að segja þér. Ef þú vilt kaupa hann þá kaup hann hér fyrir borgörönum og fyrir þeim öldungum míns fólks. En viljir þú ekki erfa það þá undirvísa þú mér það so eg megi vita það. Því að þar er enginn erfingi nema þú og eg næst þér.“ Hann sagði: „Akurinn vil eg kaupa.“

Bóas svaraði: „Á hverjum degi sem þú kaupir þann akur af hendi Naemí þá hlýtur þú og svo að taka þér til eiginkonu þá móversku Rut hverja eð átti framliðinn (frændi vor) svo þú uppvekir eitt nafn þeim inum arfgengna á hans erfðaparti.“ Þá svaraði hann: „Eigi kann eg þann akur til mín að leysa svo að eg ekki þar með fordjarfi mína erfð. [ Erfðu það sem eg skyldi erfa því ekki get eg erft það.“ En það var forn venja í Ísrael nær eð nokkur vildi ekki erfa eða kaupa nokkuð góss, so að það skyldi standa óbrigðult þá tók hann sinn skó af sínum fæti og gaf þeim hinum öðrum. Og þetta var vitnisburður í Ísrael.

Og erfinginn sagði til Bóas: „Kaup þú hann“ og hann tók skóinn af sínum fæti. Þá sagði Bóas til öldunganna og til alls fólksins: „Eg tek yður til vitnis á þessum degi að eg hefi keypt af Naemí hendi allt það sem Elímelek tilheyrði og allt það sem heyrði til Kiljón og Mahlón. [ Hér með tek eg og svo Rut þá móversku mér til kvinnu, sem var Malón kvinna, svo eg uppveki þeim framliðna eitt nafn í sinni erfð svo að hans nafn skuli eigi verða afmáð meðal hans bræðra né af hans stað í portinu. Þessa hlutar eru þér vitni á þessum degi.“

Og allt fólkið sem var í staðarportinu og öldungarnir sögðu: „Þess erum vér vitni. Drottinn gjöri þessa kvinnu sem að kemur í þitt hús eins og hann gjörði Rakel og Lea hverjar báðar að uppbyggðu Israelis hús og vaxi (hún) mjög í Efrata og verði prísuð í Betlehem. [ Og verði þitt hús sem hús Peres hvern að Tamar fæddi Júda, af því afsprengi sem Drottinn skal gefa þér af þessari ungri kvinnu.“

Svo gekk nú Bóas að eiga Rut. Og þá hann gekk inn til hennar þá gaf Guð henni að hún varð ólétt og fæddi einn son. Þá sögðu kvinnurnar til Naemí: „Lofaður sé Drottinn sem að eigi vildi láta þig erfingjalausa á þessum tíma svo að hans nafn skyldi blífa í Ísrael. Hann mun endurlífga þig og annast þína elli því að þín sonarkvinna sem þig elskaði hefur fætt þann sem þér er betri en sjö synir.“ [

Og Naemí tók barnið og lagði það í sitt skaut og fóstraði það upp. Og hennar grannkonur gáfu því nafn og sögðu: „Naemí er fæddur einn son“ og nefndu hann Óbeð. Hann er faðir Jesse, föður Davíðs.

Þetta er Peres kynkvísl: Peres gat Hesrón, Hesrón gat Ram, Ram gat Amínadab, Amínadab gat Nahasson, Nahasson gat Salma, Salma gat Bóas, Bóas gat Óbeð, Óbeð gat Jesse, Jesse gat Davíð. [

Endir Bókarinnar Rut