Þetta er Esaú ættkvísl, sem nefnist Edóm: Esaú tók sér kvinnu af Kanaans dætrum, Ada dóttir Elons Hetei og Ahalíbama, dóttur Ana, dóttur Síbeons Hevitei, og Basmat, Ísmaels dóttir, Nebajóts systir. Og Ada fæddi Esaú Elífas. En Basmat fæddi Regúel. Ahalíbama fæddi Jehús, Jaelam og Kóra. Þessir eru Esaú synir sem hann átti í Kanaanslandi.

Og Esaú tók sínar kvinnur, sonu og dætur og þær allar sálir sem voru í hans húsi, sinn búsmala og allt sitt kvikfé og alla þá fjárhluti sem honum höfðu aflast í Kanaanslandi og fór í annað land frá Jakob sínum bróður. Því þeirra auðæfi voru so mikil að þeir máttu ekki búa til samans og það land í hverju þeir voru framandi bar þá ekki fyrir sökum fjölda hjarðar þeirra. Og Esaú bjó á fjallbyggðum Seír. En Esaú er Edóm.

Þetta er ættkvísl Esaú, af hverjum Edómítar eru komnir á fjallinu Seír, og þetta er heiti sona Esaú: Elífas, son Ada, kvinnu Esaú, Regúel, son Basmat, kvinnu Esaú. En þessir voru Elífas synir: Teman, Ómar, Sefó, Gaetam og Kenas. Og Timna var frilla Elífas Esaú sonar, hún gat við honum Amalek. Þessir eru synir Esaú af Ada hans kvinnu. En Regúels synir eru þessir: Nahat, Sera, Samma, Misa. Þessir eru synir Basmat, kvinnu Esaú. Þessir eru synir Ahalíbama, kvinnu Esaú: Dóttir Ana, dóttir Síbeon, sem hún gat Esaú: Jeús, Jaelam og Kóra.

Þessir eru hertugar á meðal sona Esaú. Synir Elífas Esaú frumgetna sonar voru þessir: Hertugi Teman, hertugi Ómar, hertugi Sefó, hertugi Kenas, hertugi Kóra, hertugi Gaetam, hertugi Amalek. Þessir eru hertugar komnir af Elífas í landi Edóm og eru synir Ada. Þessir eru synir Ragúels sonar Esaú: Hertugi Nahat, hertugi Sera, hertugi Samma, hertugi Misa. Þessir eru hertugar komnir af Regúel í landi Edóm og eru þessir synir Basmat, kvinnu Esaú. Hertugi Jeús, hertugi Jaelam, hertugi Kóra. Þessir hertugar komu af Ahalíbama, Adas dóttir, kvinnu Esaú. Þessir eru synirnir Esaú og þeirra hertugar. Hann er Edóm.

Þessir eru synir Seír Horei sem bjuggu í landinu: Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, Díson, Eser og Dísan. [ Þessir eru hertugar Horei, sonar Seír í landinu Edóm. En þessir eru Lótans synir: Hórí og Heman. Og Lótans systir hét Timna. Þessir voru Sóbals synir: Alvan, Manahat, Ebal, Sefó og Ónam. Þessir voru synir Síbeon: Aía og Ana. Og þessi Ana var sá sem fann múlasna í eyðimörku þá hann geymdi síns föðurs Síbeons asna. Þessir voru Anas synir: Díson og Ahalíbama, það er Anas dóttir. Þessir voru synir Díson: Hemdan, Esban, Jetran og Karan. Þessir voru Esers synir: Bílhan, Savan og Akan. Synir Dísan voru Ús og Aran.

Þessir voru hertugar Horeorum: Hertugi Lótan, hertugi Sóbal, hertugi Síbeon, hertugi Ana, hertugi Díson, hertugi Eser, hertugi Dísan. Þessir voru hertugar Horeorum sem ríktu í landinu Seír.

Þessir eru þeir kóngar sem ríktu í landi Edóm fyrr en Ísraels synir höfðu kónga: [ Bela Beórsson var kóngur í Edóm og hans borg hét Dínhaba. [ En sem Bela deyði varð Jóbab Serhason af Basra kóngur í hans stað. [ Þá Jóbab andaðist var Húsan af landi Themanorum kóngur í hans stað. [ En þá Húsam deyði varð Hadad Bedadsson kóngur í hans stað, hver eð sló þá Madianitos á Moabiters mörkum. [ Og hans staður hét Avít. En sem Hadad deyði tók kóngdóm Samla af Masrek. [ Þá Samla deyði tók kóngdóm eftir hann Sál af vatni Rehóbót. [ Eftir andlát Sáls tók kóngdóm Baalhanan Akborsson. [ Eftir Baalhanan Akborsson tók Hadar kóngdóm og hans staður hét Pagú og hans kvinna hét Mehethabeel, dóttir Matred, dóttur Mesahab. [

Þessi eru þeirra hertuga nöfn sem komu af Esaú, eftir þeirra ætternistöðum og nöfnum: Hertugi Timna, hertugi Alva, hertugi Jetet, hertugi Ahalíbama, hertugi Ela, hertugi Pínon, hertugi Knas, hertugi Teman, hertugi Mibsar, hergtugi Magdíel, hertugi Íram. Þetta eru þeir höfðingjar í Edóm, eftir því sem þeir bjuggu í sínu erfðalandi. En Esaú er faðir þeirra Edomitarum.