IIII.

Þetta er bæn Habakuks propheta fyrir þeim saklausu.

Drottinn, eg hefi heyrt þitt rykti og það óttaði mig. Drottinn, þú gjörir þína gjörninga lifandi á miðjum árunum og á [ miðju árinu lætur þú kunngjöra það og þá hryggðin er þar þá minnist þú á þína miskunnsemd.

Guð kom af suðri og Sá heilagi af fjallinu Paran. Sela.

Himinninn var fullur af hans ljósi og jörðin var full af hans dýrð.

Hans birti var sem ljós og geislar gengu af hans höndum og þar var hans heimugleg magt.

Undan honum gekk drepsótt og plágan gekk út þar sem hann fór fram.

Hann stóð og mælti landið, hann leit til og tvístraði heiðingjunum og veraldarfjöllin urðu í sundurmalin og hæðirnar í heiminum máttu lækkast þá hann gekk í veröldinni.

Eg sá hreysin þeirra Blálendinga aumleg og sorgartjöld þeirra af Madian.

Drottinn, varstu ekki reiður í flóðinu og þín grimmd í vatninu og þín æði í sjónum, þá þú reiðst á þínum hestum og þínir vagnar höfðu sigurinn?

Fjöllin sáu þig og hræddust, vatsstraumurinn rann burt, djúpið lét heyra sig en hæðirnar hófu upp hendurnar.

Sólin og tunglið stóðu kyrr, þínar pílur fljúga burt með leiftran og þín spjót með bjartri eldingu.

Þú niðurtraðst landið í reiði og í sundurbarðir heiðingjana með grimmd.

Þú dróst út að hjálpa þínu fólki, að hjálpa þínum smurða. Þú í sundurslóst höfuðið í þess óguðlega húsi og gjörðir nakinn grundvöllinn allt upp að hálsi. Sela.

Formæltu ríkissprota þess höfuðsins með hans þorpum, hverjir eð koma sem einn stomur mér í sundur að dreifa en gleðja sig líka sem það þeir æti þann fátæka með leynd.

Þínir hestar fara í sjónum, í bleytu mikillra vatsfalla.

Af því eg svoddan heyri þá er minn búkur hryggur, mínar varir titra af því hrópi, feyra kemur í mín bein, eg er hryggur með mér sjálfum. Ó að eg mætta hafa hvíld á þeim hörmungartíma þá vér reisum upp á móti því fólki sem móti oss stríðir!

Því fíkjutréð skal ekki grænkast og þar skal enginn ávöxtur vera á vínviðinum, arfiðið vantar viðsmjörstrén og akrarnir bera öngva fæðu og sauðirnir verða úr fjárhúsunum gripnir og enginn uxi er í nauthúsunum.

En eg vil gleðja mig í Drottni og fagna í Guði mínum lausnara. [

Því að Drottinn Guð er minn styrkur og hann skal gjöra mína fætur sem hjörtafætur og hann skal færa mig í hæðina so eg skal syngja á mitt hljóðfæri.

Ending prophetans Habakuk