XLIII.

Og nú segir Drottinn, sá eð þig hefur skapað Jakob, og þig hefur gjört Ísrael: [ Óttast þú ekki það eg hefi frelsað þig, eg hefi kallað þig með þínu nafni, þú ert minn. Því nær eð þú fer yfir um vötnin mun eg hjá þér vera svo að vatsflóðin skulu ekki drekkja þér. Og ef þú gengur í eldinn skaltu ekki brenna og sá eldsloginn skal ekki granda þér. Því að eg em Drottinn Guð þinn, sá Hinn heilagi í Ísrael, þinn hjálpari. Eg hefi Egyptaland, Bláland og Seba gefið í þinn stað til forlíkunar. Af því þú ert so mikils verður fyrir mínu augliti, so hlýtur þú einnin vegsamlegur að vera og eg elska þig. Þar fyrir gef eg menn í þinn stað og þjóðirnar fyrir þína [ sálu.

Þar fyrir þá óttast þú ekki því að eg em hjá þér. Eg vil af austri þitt sæði hér fram leiða og úr vestri til samans safna og eg mun móti norðrinu segja: Gef hér fram, og í mót suðrinu: Hamla þú ekki. Lát hér fram koma mína sonu af fjarlægðinni og mínar dætur í frá veraldarinnar enda, alla þá sem mínu nafni nefndir eru, hverja eg hefi skapað til minnar dýrðar og þá tilreitt og gjört.

Láttu hér fram koma það blinda fólkið hvert eð þó hefur augun og þá hinu daufu sem þó hafa eyrun, látið allar heiðnar þjóðir flykkjast í einn hóp og það fólkið samansafnist. Hver er þar á meðal þeirra sem svodan kunni að kunngjöra og láti oss það heyra fyrirfram hvað ske skal? Látið þá sína votta fram leiða og sanna það, þá munu þeir heyra það og segja: Það sama er sannleikurinn.

En þér eruð mínir vottar, segir Drottinn, og minn þjón þann eg hefi útvalið so að þér vitið það og trúið mér og skiljið það að eg sjálfur sé það. [ Fyrir mér er enginn Guð vorðinn, so mun og einnin eftir mig enginn vera. Eg em, eg em Drottinn og þar er enginn hjálpari utan eg alleina. Eg hefi kunngjört það, eg hefi einnin hjálpað og eg hefi látið segja yður það og þar er enginn framandi guð á meðal yðvar. Þér eruð mínir vottar, segir Drottinn, so em eg Guð. Eg var og einnin áður en það nokkur dagur var til og sá er enginn sem út af minni hendi kunni að frelsa. Eg verka það, hver vill hamla mér?

Svo segir Drottinn yðvar frelsari, sá Hinn heilagi í Ísrael: Yðvar vegna þá hefi seg sent í Babýlon og hefi allar [ járnstengur niðurslegið og þá kveinandi Chaldeos út í skipin jagað. Eg em sá Drottinn, yðvar Hinn heilagi, eg sem Ísrael hefi skapað, yðvar kóngur. So segir Drottinn, sá eð í sjónum veginn og í ströngum vötnum brautina gjörir, hann sá eð hér útleiðir vagna og víghesta, herlið og manna magt svo að þeir liggi í einum hóp og standi ei upp, so að þeir útslokkni líka sem annar kveikur útslokknar:

Hugsið ekki á hið gamla og aktið ekki það sem fyrr meir var. Því sjáið, eg mun gjöra nokkuð nýtt. Nú skal það upp koma so að þér munið það reyna að eg gjöri vegu í eyðimörkinni og vatstrauma í óbyggðinni so að mig prísi villidýrin á mörkunum, drekarnir og strússfuglarnir. Því að eg mun vatnið í eyðimörkinni og vatsstraumana í óbyggðunum gefa að drekka mínu fólki og mínum útvöldum.

Þetta fólk hefi eg tilreitt mér, það skal mitt lof fram telja. Eigi so að þú hafir kallað mig, Jakob, eða það þú hafir vegna mín erfiðað, Ísrael. Mér hefur þú að sönnu ekki fært þá sauðina þíns brennioffurs né mig heiðrað með þínum fórnfæringum, mér hefur ekki geðþekkni verið á þinni þjónustu í mataroffrinu, eg hefi og einnin öngva lysting á þínu erfiði út í reykelsisveifuninni. Mér hefur þú fyrir öngva peninga kalmes keypt. Mig hefur þú ekki fyllt með feiti þíns offurs. Já, þú hefur gjört mér erfiðismuni í þínum syndum og hefur gjört mér armæði í þínum misgjörðum. Eg em hann, eg em hann sem afmái þínar illgjörðir minna vegna og hugleiði ekki þínar syndir. [

Minntu mig á, láttu oss ganga í dóm til samans. Seg þú hér fram hvernin þú vilt réttlátur vera. Þínir feður hafa syndgast og þínir lærimeistarar hafa misgjört á móti mér. Þar fyrir þá hefi eg saurgað þá höfðingja helgidómsins og hefi Jakob að bölvan gjört og Ísrael að háðungu.