Og Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Seg þú Ísraelssonum að þeir gefi mér eitt upplyftingaroffur og taki það af sérhverjum manni sem það gefur viljuglega. [ Þetta er það upplyftingaroffur sem þér skuluð taka af þeim: Gull, silfur, kopar, gult silki, skarlat, purpura, hvítt silki, geitahár, rauðar hrútagærur, greifingjaskinn, þau tré setím, viðsmjör til lampanna, jurtir til smyrsla og til góðs ilms, ónyxsteina og aðra inngreyptasteina til lífkyrtilsins og til brjóstskjöldsins.

Og þeir skulu gjöra mér eirn helgidóm so ég búi á meðal þeirra. Þann skulu þér gjöra eftir þeirri tjaldbúðarmynd með öllum sínum umbúnaði svo sem ég mun vísa þér.

Gjörið eina örk af trjám setím. [ Hún skal vera hálf þriðju álnar á lengd, hálfrar annarrar á breidd og hálfrar annarrar álnar á hæð. Hana skuluð þér gylla með hreinu gulli, bæði utan og innan. Gjöra skaltu ofan um hana kórónu af gulli allt í kring. Þú skalt steypa fjóra gullhringa og setja í fjögur horn erkurinnar, tvo uppá hvora síðu. Þú skalt gjöra stengur af trjám setím og búa þær utan með gull og stinga þeim í hringana erkurinnar að bera hana með. Og þær skulu vera kyrrar í hringunum og ekki takast af þeim. Og þú skalt leggja í örkina þann vitnisburð sem ég vil gefa þér.

Þú skalt og gjöra einn náðarstól af skíragulli, hálfrar þriðju álnar langan og hálfrar annarrar álnar breiðan. [ Tvo kerúbím skaltu gjöra af slegnu gulli yfir báðum endum náðarstólsins. [ Sá eini kerúbím skal vera á öðrum endanum en annar á hinum öðrum, so þar sé tveir kerúbím á báðum endum náðarstólsins. Og þessir kerúbím skulu útbreiða sína vængi ofan fyrir so að þeir hylji náðarstólinn með sínum vængjum og hvers þeirra andlit skal standa hvort í móti öðru og þeirra andlit skulu horfa á náðarstólinn. Og þú skalt setja náðarstólinn ofan á örkina og leggja þann vitnisburð í örkina sem ég vil gefa þér. Úr þeim stað vil ég votta fyrir þér og tala við þig, sem er af náðarstólnum milli þeirra tveggja kerúbím sem eru uppá vitnisburðarörkinni, allt það sem ég vil bjóða Ísraelissonum fyrir þér.

Þú skalt gjöra eitt borð af trjám setím, tveggja álna langt og álnar breitt og hálfrar annarrar álnar hátt og búa það allt með hreinu gulli. [ Og þú skalt gjöra gullkórónu þar yfir ofan um kring og eina spöng um kring, eirnrar handar breiða og aðra gullkórónu ofan um kring spöngina. Þú skalt og gjöra fjóra gullhringa og setja þá í þau fjögur horn borðsins hjá hjá þeim fjórum fótum, hart nær upp undir spöngina skulu hringarnir vera, að stinga stöngunum þar í og að bera borðið með. Og þú skalt gjöra stengurnar af trjám setím og búa þær utan með gull, að bera borðið með. Þú skalt gjöra fötin, bikarana, könnurnar, skálirnar af kláru gulli, af hverjum drykkjaroffrið skal offrast. Og þú skalt alltíð leggja skoðunarbrauð á borðið fyrir mér. [

Þú skalt og gjöra eina kertistiku af slegnu gulli. [ Þar skal vera á stjaki, pípur, skálir, knappar og rósir. Sex pípur skulu ganga út af kertistikunni, þrjár á hvora síðu. Og hvör pípa skal hafa þrjú ker vaxin sem hnot, knappa og rósir. Þar skulu vera sex pípur á kertistikunni. En stjakinn skal hafa fjögur opin ker með knöppum og rósunum. Og eirn knapp undir hverjum tveimur pípum, hvörjar sex að ganga út af stjakanum. Og bæði knapparnir og pípurnar skulu ganga út af honum. Og allt saman þetta skal vera af kláru slegnu gulli.

Þú skalt og gjöra sjö lampa þar ofan á, so að þeir lýsi hver í gegn öðrum, og ljósasöx og skaraklofa ljósin að slökkva, allt af kláru gulli. [ Og þú skalt gjöra það af einu [ centener klárs gulls með öllu því sem þar heyrir til. Og sjá til að þú gjörir það eftir þeirri mynd sem þú sást á fjallinu.