XIII.

Og Ísraelssynir gjörðu enn að nýju illt í augliti Drottins. Og Drottinn gaf þá í Philisteis hendur í fjörutígi ár.

En þar var einn maður í Sarea af ætt Dan sem hét Manóa og hans kvinna var óbyrja so hún átti ekki börn. [ Og engill Drottins birtist kvinnunni og sagði til hennar: „Sjá, þú ert óbyrja og átt ekki barn. En nú skalt þú verða kviðug og fæða einn son. So geym þig nú og gæt þín og drekk ekki vín né nokkurn sterkan drykk og svo að þú etir ekkert óhreint. Því að þú skalt ólétt verða og einn son fæða á hvers höfuð að enginn raksturhnífur skal koma. Því að þessi sveinn skal vera [ Nazareus Guðs frá sinnar móðurkviði og hann skal uppbyrja að frelsa Ísrael af valdi Philistinorum.“

Þá fór konan og kunngjörði þetta sínum bónda og sagði: „Þar kom einn Guðs maður til mín og hans ásjóna var að sjá sem Guðs engils, mjög ógnarleg, so að eg spurði hann ekki að hvaðan hann kom eða hvert hann vildi og eigi sagði hann mér sitt heiti. En svo sagði hann til mín: Sjá, þú skalt verða þunguð og fæða einn son. Þar fyrir drekk ekki vín né áfengan drykk og et ekki neitt óhreint því að sveinninn skal vera Guðs [ Nazareus frá móðurlífi allt til síns dauða.“

Þá bað Manóa Drottin og sagði: „Heyr, Drottinn, lát þann Guðs mann koma til vor aftur þann þú sendir so hann megi undirvísa okkur hvernin við skulum fara með þetta barn sem fæðast skal.“ Og Guð heyrði hans bænarorð svo að Guðs engill kom til kvinnunnar í öðru sinni þar hún sat á akri. En hennar bóndi Manóa var ekki þar. Þá rann hún sem skjótast og kunngjörði það sínum bónda og sagði til hans: „Sjá, sá sami maður birtist mér sem til mín kom í dag.“ Manóa spratt upp þegar og fylgdi sinni konu og kom til þess staðar sem maðurinn var og sagði til hans: „Ert þú sá sem talaðir við kvinnuna?“ Hann sagði: „Já.“ Og Manóa sagði: „Þegar það fullkomnast sem þú hefur sagt, hverja framferð skal þessi sveinn hafa eða við hverju skal hann viðsjár veita?“ Guðs engill sagði til Manóa: „Hann skal taka sig vara fyrir öllu því sem eg hefi sagt þinni kvinnu. Hann skal öngvan vínviðarávöxt eta og eigi skal hann drekka vín né nokkurn annan sterkan drykk og ekkert óhreint skal hann eta. Allt það sem eg hefi boðið henni það skal hann halda.“

Manóa sagði til Drottins engils: „Lát oss halda þér, vér viljum offra einu hafurkiði.“ [ En engill Drottins svaraði Manóa: „Þó þú haldir mér hér þá et eg þó ekki af þínum mat. En ef þú vilt gjöra Drottni eitt brennioffur þá máttu offra því.“ Því Manóa vissi ekki að það var Drottins engill sem við hann talaði. Og þá sagði Manóa til engilsins: „Hvað heitir þú so vér megum prísa þig þegar það er framkomið sem þú hefur sagt?“ Engill Drottins svaraði honum: „Því spyr þú að mínu heiti sem þó er undarlegt?“

Þá tók Manóa eitt hafurkið og matoffur og offraði þetta fyrir Drottni yfir einum steini. Og hann gjörði það [ undarlega. En Manóa og hans kvinna horfðu á. Og þá logann lagði upp af altarinu upp í himininn þá fór Guðs engill upp í loganum af altarinu. En sem Manóa og hans kvinna sáu það féllu þau bæði fram til jarðar á sínar ásjónur. Og Guðs engill opinberaðist ekki meir fyrir Manóa né hans kvinnu þar eftir. Þá undirstóð Manóa að þetta var engill Drottins og hann sagði til sinnar kvinnu: „Við munum vissulega deyja því að við sáum Guð.“ En hún svaraði honum: „Ef Drottinn hefði haft girnd til að deyða okkur þá hefði hann hverki tekið brennifórn né matoffur af okkar hendi. Hann hefði og ei kunngjört okkur allt þvílíkt og ei látið okkur heyra soddan sem nú er skeð.“

Og kvinnan fæddi einn son og nefndi hann Samson. Sveinninn óx upp og Drottinn blessaði hann. Og Drottins andi tók að vera með honum í herbúðum Dan millum Sarea og Estaól.