Og þá lýðurinn varð óþolinmóður, það mislíkaði fyrir eyrum Drottins. [ Og þegar Drottinn heyrði það varð hann reiður og eldur Drottins kom upp á meðal þeirra og uppbrenndi þær ystu herbúðir. Þá kallaði fólkið til Mósen og Móses bað til Drottins og so hvarf eldurinn. Og menn kölluðu þann stað Tabera, sökum þess að eldur Drottins uppkveiktist á meðal þeirra.

Því almúgafólkið á meðal þeirra það fékk lysting og sat og grét með Ísraelssonum og sagði: „Hvör vill gefa oss kjöt að eta? [ Vér endurminnunst þeirra fiska sem vér átum fyrir ekkert í Egyptalandi, cucumeres, repones, lauk og rauðlauk og hvítlauk. En nú eru andir vorar þreyttar, því vor augu sjá ekkert annað utan þetta man.“

En man var líka sem kóríanderfræ og þvílíkast að sjá sem bedellíon. [ Og fólkið fór hingað og þangað og tíndi það upp og möluðu það undir kvern og steyttu það í mortéli og suðu það í pottum og gjörðu þar af kökur og þær smökkuðu sem væri þær mengaðar með oleo. Og þegar náttdögg féll yfir herbúðirnar þá féll og man þar ofan með.

Þá Móses heyrði nú að fólkið grét með sínum kynkvíslum, hvör í sínum tjalddyrum, þá gramdist reiði Drottins mjög þunglega og Móses varð og hryggur. Þá sagði Móses til Drottins: „Hvar fyrir hrellir þú þinn þénara og því finn ég ekki náð fyrir þínum augum, að þú leggur uppá mig byrði alls þessa fólks? Hefi ég nú getið eða fætt allt þetta fólk, so þú megir segja til mín: Ber þá í þínum faðmi (líka sem ein fóstra ber eitt barn) inn í það land sem þú lofað þeirra feðrum? [ Hvar skal ég taka kjöt að gefa öllu þessu fólki? Það æpir fyrir mér og segir: Gef oss kjöt að eta. Ég einnsaman get ekki borið allt þetta fólk, því það er mér of þungt. Og viltu so gjöra við mig, þá líflát mig heldur, hafi ég annars fundið náð fyrir þínum augum, að ég sjái ekki svo mína ólukku.“

Og Drottinn sagði til Mósen: „Samansafna mér sjötygi mönnum af öldungum Ísraels, sem þú veist að þeir séu elstir á meðal fólksins og þeirra bífalningsmenn eru, og leið þá fyrir vitnisburðarins tjaldbúð og skikka þá þar fram fyrir mig. [ So vil ég koma ofan og tala þar við þig og taka af þeim Anda sem er með þér og leggja á þá so að þeir beri fólksins þunga með þér so þú skulir ekki einn bera hann.

Og þú skalt segja til fólksins: Helgið yður til morguns og munu þér eta kjöt, því yðar grátur er kominn fyrir eyru Drottins, þér sem segið: Hver gefur oss kjöt að eta? Því það gekk oss vel í Egyptalandi. Þar fyrir mun Drottinn gefa yður kjöt að eta, ekki einn dag, ekki tvo, ekki fimm, ekki tíu, eða tuttugu um kring, heldur einn mánuð, þangað til það gengur út um yðar nasir so yður velgi við því, fyrir því þér hafið í burtkastað Drottni sem á meðal yðar er og hafið grátið fyrir honum og sagt: Hvar fyrir erum vér útgengnir af Egyptalandi?“

Og Móses sagði: „Þetta fólk er sex sinnum hundrað þúsund fótgönguliðar, meðal hvörra ég em, og þú segir: Ég vil gefa yður kjöt að eta allan mánuð í gegnum. [ Skal nokkuð slá niður naut og sauði so að þeim megi nægjast? Eða skulu allir fiskar sjóarins safnast hingað so þeir seðjist af?“ Drottinn sagði til Mósen: „Er þá hönd Drottins [ stutt orðin? Nú skaltu sjá hvert mín orð fyllast með verki eður ei.“

Og Móses gekk út og sagði orð Drottins fyrir fólkinu. Og hann heimti saman þá sjötygi menn af öldungum fólksins og lét þá standa kringum tjaldbúðina. [ Þá kom Drottinn niður í skýinu og talaði við hann. Og hann tók af þeim Anda sem var með honum og gaf hann þeim sjötygi öldungum. Og þegar Andinn hvíldist yfir þeim þá spáðu þeir og létu ekki af.

En þar voru tveir menn eftir í herbúðunum, einn hét Eldad en annar Medad, og Andinn hvíldist yfir þeim, því þeir voru og so uppskrifaðir en voru þó ekki útgengnir til tjaldbúðarinnar, og þeir spáðu í herbúðunum. [ Þá hljóp eitt ungmenni burt og undirvísaði það Móse og sagði: „Eldad og Medad spá í herbúðunum.“ Þá svaraði Jósúa son Nún, Móses þénari, sem hann hafði útvalið, og sagði: „Móses, minn herra, fyrirbjóð þú þeim það.“ En Móses sagði til hans: „Vandlætir þú minna vegna? Gæfi Guð að allt fólk Drottins spái og að Drotitnn vildi gefa sinn Anda yfir þá.“ Og Móses og öldungarnir af Ísrael komu aftur í herbúðirnar.

Þá gekk út vindur frá Drottni og lét [ vaktela koma af sjónum og dreifði þeim yfir herbúðirnar umhverfis, svo vítt sem dagleið væri. Þeir flugu tveggja álna hátt yfir jörðunni. Þá stóð fólkið upp og safnaði vakteler allan þann sama dag og alla þá nótt og allan annan daginn og sá sem minnstu safnaði hann fékk tíu hómor og þeir festu þá upp kringum allar herbúðirnar.

Þá kjötið var enn nú í millum þeirra tanna og áður en því var lokið þá gramdist reiði Drottins fólkinu og sló það með eirni mjög stórri [ plágu. Þar af kallast sá staður Girndargrafir, sökum þess að það fólk sem kjöt girntist var jarðað í þeim sama stað. [ Fólkið fór frá Girndargröfunum til Haserót og voru í Haserót.