Og Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Helgið mér allan frumburð sem fyrst opnar allsháttar móðurlíf á meðal Ísraelssona, bæði af mönnum og fénaði, því að það heyrir mér til.“ [

Og Móses sagði til fólksins: „Verið minnugir þessa dags á hverjum þér genguð út af Egyptalandi, úr þrældóms húsi, því að Drottinn leiddi yður út þaðan með styrkri hendi. Þar fyrir skaltu ekki eta súrdeig. Í dag eru þér útgengnir í þeim mánuði [ Abíb. Og nú þegar að Drottinn hefur innleitt þig í landið Kananei, Hetei, Amorei, Hevítei, Jebúsei, hvert han sór þínu forfeðrum að gefa þér það land sem flýtur í mjólk og hunangi, þá skaltu halda þessa þjónustugjörð í þeim mánuði. Sjö daga skaltu eta ósýrt brauð og á þeim sjöunda degi er Drottins hátíð. Þar fyrir skaltu eta ósýrt brauð í sjö daga so að ekkert súrdeig né súrt brauð sjáist hjá þér í öllum þínum landsálfum.

Og þér skuluð segja þetta fyrir yðrum sonum á þeim degi: „Þetta höldum vér þess vegna sem Drottinn gjörði oss þá vér fórum af Egyptalandi. Þar fyrir skal þetta vera þér eitt teikn í þinni hendi og ein minning fyrir þínum augum so að Guðs lögmálæ sé í þínum munni, að Drottinn útleiddi þig af Egyptalandi með eirnri styrkri hönd. Þar fyrir haldið þessa skikkan á sínum tíma hvört ár.

Og þá Drottinn hefur innleitt þig í land Kanaans sem hann sór þér og þínum forfeðrum og þá hann hefur gefið þér það, þá skaltu fráskilja Drottni til handa allt það sem opnar sinnar móðurkvið, og þann fyrsta framburð af fénaðinum sem kallkyns er. [ Frumburð asnans skaltu leysa með einum sauð. En leysir þú hann ekki þá brjót hann úr hálsliðunum. En allan mannlegan frumgetnað meðal þinna sona þá skaltu leysa.

Og þá þinn sonur spyr þig að í dag eða á morgun og segir: Hvað er það? Þá svara þú honum so: Drottinn leiddi oss af Egyptalandi, frá því þrældóms húsi, með eirnri styrkri hendi. Því að þá faraó var forhertur og vildi ekki leyfa oss burtför þá sló Drottinn í hel alla frumburði í Egyptalandi, frá þeim fyrsta manns frumburði og allt til fénaðarins fyrsta frumburðar. Þar fyrir fórnfærum vér Drottni allt það sem fyrst opnar sinnar móður kvið, það sem er kallkyns, og ég leysi frumburð minna barna. Og þetta skal vera þér eitt merki í þinni hendi og til eirnrar minningar fyrir þínum augum það Drottinn hefur leitt oss af Egyptalandi með eirni sterkri hendi.“

Og sem faraó hafði leyft fólkinu burt að fara þá leiddi Guð þá ekki þann veg sem liggur í gegnum landið Filistínorum sem þeim var nálægast því Guð hugsaði: „Ske má að fólkið megi iðrast þá það sér að bardagar rísa í móti því og snúi aftur í Egyptaland.“ [ Þar fyrir leiddi hann fólkið á þann veg eyðimerkur sem liggur út með því rauða hafi. Og Ísraelssynir fóru vopnaðir af Egyptalandi. Og Móses tók Jósefs bein út með sér því að hann hafði tekið eirn eið þar uppá af Ísraelssonum og sagt: „Guð mun vitja yðar, þá flytjið mín bein burt með yður.“ [

Og þeir reistu út frá Súkót og settu sínar herbúðir í Etam fremst í eyðimörkinni. Og Drottinn gekk fyrir þeim um dagana í einum skýstólpa og leiddi þá beinan veg, en um nætur í einum eldstólpa og lýsti þeim að ganga bæði dag og nótt. [ Sá skýstólpi veik ekki frá fólkinu um daga og eigi heldur eldstólpinn um nætur.