XXXV.

Þetta er það orð sem skeði af Drottni til Jeremia á dögum Jóakím sonar Jósía konungsins Júda og sagði: [ Gakk þú í Recabitis hús og tala við þá og leið þá í hús Drottins í eina kapellu og skenk þeim vín. [ Þá tók eg Jasanja son Jeremia sonar Habasinja með hans bræðrum og öllum hans sonum og með gjörvöllu húsi Rechabitis og leiddi þá inn í hús Drottins í þá kapelluna Hanansona sonar Jegdalja þess guðsmanns hver að er í hjá kapellunni þeirra höfðingjanna fyrir ofan kapelluna Maeseja sonar Sallúm dyravörðsins.

Og eg setti fyrir þá sonu af Rechabitis staup og skálir fullar af víni og eg sagði til þeirra: „Drekkið vín.“ En þeir svöruðu: „Vér drekkum ekki vín því að Jónadab faðir vor sonur Rekabs hefur boðið oss og sagt: Þér og yðar börn skuluð aldreigi drekka neitt vín og uppbyggja engin hús og öngu kornsæði sá og öngva víngarða gróðsetja, eigi heldur hafa. [ En þér skuluð búa í tjaldbúðum alla yðar lífdaga so að þér skuluð lengi lifa í því landinu þar eð þér inni gangið.

So hlýðum vér nú þeirri raustinni föðurs vors Jónadab sonar Rekab í öllu því sem hann hefur boðið oss so að vér drekkum ekki neitt vín um vora daga, hverki vér né vorar húsfreyjur, synir eða dætur, og vér uppbyggjum ekki heldur nein hús að búa í og vér höfum hverki víngarða, eigi akurlönd né kornsæði, heldur búum vér í tjaldbúðum og hlýðum því og gjörum allt það sem faðir vor Jónadab hefur boðið oss. En þá eð Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon dró hingað upp í landið sögðum vér: Komið og látum oss fara til Jerúsalem undan herliði þeirra Chaldeis og hinna sýrlensku, og höfum so síðan verið í Jerúsalem.“

Þá skeði orð Drottins til Jeremiam og sagði: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Gakk burt og seg til þeirra í Júda og borgarmannanna í Jerúsalem: Vilji þér ekki yfirbæta yður so að þér hlýðið mínu orði? segir Drottinn. Orðin Jónadab sonar Rekab verða haldin sem hann bauð börnum sínum að þau skyldu ekki drekka vín og þau drekka ekki vín allt til þessa dags af því að þau hlýða síns föðurs boði. En eg hefi alla tíma látið prédika fyrir yður, þó hlýðið þér mér ekki. So hefi eg og alla tíma sent til yðar alla mína þénara prophetana og látið segja: „Snúið yður hver í frá sínu vondu athæfi og yfirbætið yðvarn lifnað og eftirfylgið ekki annarlegum guðum til þess að þjóna þeim, þá skulu þér blífa í landinu hvert að eg hefi gefið yður og yðar forfeðrum.“ En þér vilduð eigi hneigja yðar eyru þar að, eigi heldur hlýða mér. En þeir synir Jónadab sonar Rekab hafa þó haldið síns föðurs boðorð sem hann bauð þeim. En þetta fólk hlýðir mér ekki.

Þar fyrir þá segir so Drottinn Sebaót og Guð Ísraels: Sjá þú, eg vil láta koma yfir Júda og yfir alla borgarmenn í Jerúsalem alla þá ógæfu sem eg hefi talað á móti þeim af því að eg talaði til þeirra og þeir vildu ekki heyra mér, eg kallaði og þeir vildu ekki svara mér.

Og Jeremias sagði til hússins þeirra Rechabitis: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Fyrir það að þér hlýdduð boði yðar föðurs Jónadab og haldið so alla hans skipan og gjörðuð allt það sem hann bauð yður, þar fyrir þá segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels so: Það skal aldreigi bresta Jónadab son Rekab að þar skal einatt einhver út af hans standa fyrir mér.