LXXXII.

Sálmur Assaf.

Guð hann stendur í samkundu Guðs og er dómari á meðal guðanna:

„Hversu lengi vilji þér ranglegana dæma og hinn óguðhrædda meta eftir yfirliti? Sela.

Látið hinn fáráða og föðurlausa rétt ske og hjálpið hinum fátæka og föðurlausa til réttarins.

Leysið hinn fyrirlitna og fátæka og frelsið hann út af valdi hins óguðlega.“ [

En þeir láta sér ei segjast og skeyta því ekki, í myrkrunum ganga þeir ætíð, þar fyrir munu allir grundvellir landsins niður hrynja.

Eg sagða að vísu: „Þér eruð guðir og allir saman synir Hins hæðsta [

en þér munuð þó deyja svo sem aðrir menn og líka sem einn af víkingum niður falla.“

Guð, tak þig upp og dæm landið því að þú ert arfherra yfir öllum þjóðum.