III.

Áminn þá það þeir sé höfðingjunum og valdsstéttunum undirgefnir og hlýðugir, til allra góðra verka reiðubúnir, öngvan lastandi, eigi deilugjarnir, heldur verið hæverskir, auðsýnandi alla hógværi við hvern mann. Því að vér vorum forðum daga gálausir, óhlýðugir, ófyrirlátsamir, þjónandi girndum og margvíslegu bílífi og gengum í illsku og öfund og hötuðum hver annan innbyrðis.

En þá birtist góðgirnd og mannljúflegleiki Guðs vors lausnara. Eigi fyrir réttlætis verkanna sakir sem vér höfðum gjört heldur eftir sinni miskunnsemi frelsaði hann oss fyrir þá endurgetningarlaug og nýjung heilags anda, hverjum hann hefur yfirgnæfanlega úthellt yfir oss fyrir Jesúm Christum vorn lausnara, so að vér réttlátir fyrir sjálfs hans náð værum erfingjar eilífs lífs eftir voninni. Þessi ræða er sönn og trúanleg.

Þetta vil eg þú kennir staðfastlega so að þeir sem trúaðir eru vorðnir kostgæfist í góðum verkum fordildarlegir að vera. [ Þetta er gott og mönnum nytsamlegt. En fávíslegar spurningar og ættarþulur, þráttanir og laganna deilur forðast þú því að þær eru óþarfar og fáfengar. Villumann eftir eina og aðra áminning flý þú og vit það sá er umsnúinn sem þess konar er og synd drýgir so sem að sá sig sjálfan fordæmir.

Nær eg sendi Arteman elligar Tychicon til þín þá skunda þú sem skjótast að koma til mín til Nicapolim því að þar hef eg ásett í vetur að vera. [ Zenam lögvitring og Appollon af stað sent með athygli so að þá bresti ekkert. Lát þá einnin læra í góðum verkum fordildarlegir að vera þar þörf gjörist so að þeir sé ekki ávaxtarlausir. Þér heilsa allir þeir með mér eru. Heilsa þú öllum þeim sem oss elska í trúnni. Náðin sé með yður öllum. Amen.

Skrifaður frá Nicapoli í Macedonia