V.

Nú vel, eg vil mínum elskulega kveða það kvæðið míns föðurs bróðurs út af hans víngarði. [ Minn ástvinur hefur einn víngarð í frjósömu takmarki og hefir girt í kringum hann og meður grjóti hlaðið og rótsett þar inni kostulega vínkvistu. Hann uppbyggði einnin einn stöpul þar inni og gróf eina vínpressu þar niður og vonaði það hann mundi vínber af sér gefa en hann gaf fram súr vínber. Dæmi þér nú, borgarmenn af Jerúsalem og þér menn Júda, milli mín og míns víngarðs. Hvað var það eg átti meir að gjöra mínum víngarði það eg hafi enn ekki við hann gjört? Hvar fyrir hefir hann þá súr vínber af sér gefið þá eð eg vonaði hann mundi sæt vínber af sér gefa?

Nú vel, eg vil kunngjöra yður hvað eg vil gjöra mínum víngarði. [ Hans vegur skal í burt takast so það hann foreyddur verði og hans garður skal niðurbrotinn verða so það hann undir fótum troðist. Eg vil hann foreyddan liggja láta so það hann verði hverki erjaður né uppskorinn heldur so þar vaxi illgresi og klungurþyrnar og vil skýjunum bjóða að þau döggvi þar ei yfir. En víngarður Drottins Sebaót er Ísraels hús og þeir menn Júda hans ástúðleg plantan. Hann vonaði eftir réttindum, sjá þú, þá var þar fédráttur, hann vonaði eftir réttlætinu, sjá þú, þá var þar klögumál.

Vei þeim sem samandraga eitt hús til annars og einn akur til annars þangað til að þar er ekki meira rúm til so að þeir einsamlir eignist landið! [ Það sama er komið til eyrna Drottins Sebaót. Hvað gildir það ef að þau hinu mörgu húsin skulu ekki í eyðileggjast og þau hinu miklu og fögru standa í eyði? Því að tíu akurlönd víngarðsins skulu ekki gefa nema einn kagga víns og eitt tróg sæðis skal gefa einn mæliask.

Vei þeim hverjir eð snemma upp standa á morna til að drekka sig drukkna og sitja allt til nætur so að þeim hitni af víninu og hafa hörpur, gígjur, bumbur, pípur og víndrykkjur í sínum gestaboðum en gæta ekki að því verki Drottins og hafa öngva gæslu á hans handaverkum! Þar fyrir hlýtur mitt fólk óforsynju herleitt að verða og þess vildarmenn hungur að þola og þess alþýðumúgur þorsta líða. Þar fyrri hefir helvítið öndinni vítt í sundur slegið og ginino upplokið án alls máta so að niður fari bæði þeirra vildarmenn og alþýðumúgurinn, bæði þeir inu ríku og so glaðværu, að hver sem einn hljóti sig niður að beygja og það hver sem einn lítillættur verði og það augu dramblátra niðurlægð verði. En Drottinn Sebaót upphefjist í réttindinunum og Guð sá Hinn heilagi helgaður verði í réttlætino. Þá munu lömbin gresja sér í þeirra stað og hinir vesölu munu hvíla sig í eyðimörkum feitingjanna.

Vei þeim sem samanreyra sig með lausum böndum rangt að gjöra og með böndum vagnanna til að syndga og segja: „Lát snar og bráðlega koma hans verk so að vér sjáum það! Látum sig nálægja og hér koma ráðagjörð Hins heilaga Ísrael so að vér verðum varir við það!“!

Vei þeim hverjir eð kalla hið vonda gott og það hið góða vont og þeir eð af myrkrinu gjöra ljósið og út af ljósinu myrkrið og þeir eð gjöra súrt af sætu og út af sætu hið súra!

Vei þeim hverjir í hjá sjálfum sér þykjast vísir og halda sig sjálfa forsjála!

Vei þeim hverjir máttugir eru vínið að drekka og sterkir af sér í drykkjuskapnum, þeir eð réttlæta hinn ómilda fyrir fégjafa sakir og réttarfarinu hinna réttvíso í burtsvipta frá þeim!

Þar fyrir, líka so sem það eldurinn foreyðir stráinu og loginn agnirnar í burt tekur, so mun þeirra rót forrotna og þeirra greinir uppfljúga líka sem annað moldarryk. Því að þeir forakta lögmál Drottins Sebaót og lasta þá ræðu Hins heilaga í Ísrael. Fyrir það sama er reiði Drottins grimm orðin yfir hans fólk og breiðir sína hönd út yfir þá og leggur á þá so það fjöllin skjálfa og þeirra líkamir eru eins svo sem saurinn á strætunum úti. Og í öllu þessu þá lætur hans reiði enn ekki af heldur er hans hönd enn nú útbreidd.

Því að hann mun einu sigurmerki út fleygja í fjarlægð meðal heiðinna þjóða og þær hinu sömu hingað lokka í frá enda jarðarinnar. Og sjá þú, að skjótt og skyndilega þá koma þeir hingað og þar er enginn þreyttur né uppgefinn meðal þeirra, öngvan þeirra syfjar né sækir svefn og öngvum þeirra losnar belti frá lendum og ekki eins þeirra skóþvengur slitnar. [ Þeirra skeyti eru hvöss og allir þeirra bogar eru uppspannaðir. Hófar þeirra hesta eru sem hellusteinar og hjólin þeirra vagna so sem stórviðri. Þeir grenja sem león og so sem leónahvolpar þá grenja þeir, þeir munu fram bruna og herfangið grípa og það á burt flytja so það enginn fær því forðað. Og á þeim dögum munu þeir dynja yfir þá líka sem sjávarniður. Nær eð landið verður þá álítið, sjá þú, að þá er það myrkt af sorgum og það ljósið mun ekki meir skína út yfir þá.