XI.

Þá Lysias kóngs ríkisstjórnarmaður og faðirbróðir og æðsti ráðgjafi frétti allt þetta mislíkaði honum það mjög. [ Og hann safnaði áttatígir þúsund manna og öllu riddaraliðinu og reisti í móti Gyðingum þeirrar meiningar að hann vildi skipa borgina með heiðingja og hafa musterið til gagnsemdar árlega so sem önnur heiðin musteri og veita kennimannaembættið árlega árs. En hann hugsaði ekki að Guð er megtugri heldur dreissaði hann af sínu mikla liði sem hann hafði og af áttatigu fílum. Þá hann var nú kominn í Gyðingaland settist hann um einn stað sem kallast Bet Súram sem lá frá Jerúsalem fimm skeiða rúm hjá einu fjalli. [

En þegar Macchabeus og hans lið heyrðu að hann stormaði upp á staðinn þá bað hann og allt liðið með gráti og andvarpan til Drottins að hann vildi senda einn góðan engil sem hjálpaði Ísrael. Og Macchabeus var hinn fyrsti sem bjó sig til og áminnti aðra að þeir skyldu gefa sig út með honum og hjálpa þeirra bræðrum. Og þeir fóru út hver með öðrum. Og jafnsnart sem þeir komu út fyrir borgina Jerúsalem þá birtist þeim einn maður ríðandi undan þeim. Hann var klæddur hvítu klæði og hafði eina gulllega brynju og reið undan þeim. Þá vegsömuðu þeir allir almáttugan Guð og urðu hugdjarfir að slá sína óvini þó að þeir væri þau ómlustu dýr og hefði járnveggi í kringum sig. Með slíkri hugarhreysti dró allur herinn fram með sínum hjálparmanni sem sá miskunnsami Guð af himnum hafði sent þeim. Og þeir féllu yfir óvinina so sem león og slógu í hel af þeim ellefu þúsundir fótgönguliðs og sextán hundruð riddara. Og þeir ráku hina aðra á flótta so að flestir af þeim sem undan komust urðu sárir. Og Lysias flýði sjálfur með sneypu og komst undan. [ En Lysiar var einn forstandigur maður.

Þá hann hugsaði nú með sjálfum sér um sinn ósigur og sá að Gyðingafólk var óvinnanlegt með því að almáttigur Guð stóð so hjá þeim þá sendi hann til þeirra og bauð þeim frið og hét þeim þar með vináttu kóngs. Þetta lét Macchabeus sér vel lynda það hann sá að það var best. Og kóngurinn samþykkti þessa sátt sem Lysias hafði gjört við Macchabeum og Gyðinga.

Og það bréf sem Lysias skrifaði til Gyðingum var so látandi: „Lysias sendir Gyðingum sína kveðju.

Jóhannes og Absolom yðrir sendimenn hafa borið oss eitt bréf og beðið um það málefni hvers vegna þeir voru ústendir. [ Hvað sem nú var kónginum undirvísandi það hef eg gjört og hann hefur samþykkt allt það sem nytsamlegt er. Ef þér haldið nú trú og eiða þá vil eg framvegis kapps á kosta að vera yður til hins besta. Og mínir og yðrir sendimenn hafa enn meiri bífalning að undirvísa yður um hverja grein sérdeilis hér með yður Guði bífalandi. Gefið á því cxlviii ári á þann xxiiii. dag dioscorimánaðar.“

Kóngsins bréf var svo látandi: „Kóng Antiochus sendir sínum bróður Lysia sína kveðju. [

Með því að vor faðir er framliðinn og einn guð orðinn þá er oss enginn hlutur kærari en að þar kunni að blífa friður í voru ríki so að hver maður megi síns gæta. Nú heyrum vér að Gyðingar hafa ekki viljað samþykkja umbreyting sinnar guðsþjónustu í heiðna siðu, vilja heldur blífa við sína trú og biðja þess vegna að þeir megi þar við blífa. Nú með því að oss líkar vel að þetta fólk lifi með frið og sé kyrrt þá er vor meining so að þeim sé gefið aftur þeirra musteri og þeir hafi sína valdstjórn og siðvenjur so sem þeirra forfeður hafa haldið. Þar fyrir send nokkra menn til þeirra og gjör frið við þá so að þeir megi vera óhræddir um sig og taka vara upp á því sem þeir eiga að gjöra áhyggjulaust þegar þeir vita vora meining.“

Kóngsins bréf til Gyðinga hlýðir so:

„Antiochus kóngur sendir ráðinu og almúganum Gyðingalýðs sína kveðju. [ Ef yður gengur öllum vel það heyrum vér gjarna. Oss gengur enn nú vel. Menelaus hefur undirvísað oss að þér girnist að reisa í vort land yðar erinda hjá oss að framkvæma. Því skulu allir Gyðingar sem ferðast frá þessu og til hins þrítugasta dags aprilis hafa frí og fullkomið fararleyfi að halda sig með mat og aðra hluti eftir þeirra lögmáli svo sem áður. Enginn skal og þess gjalda sem hér til dags hefur gjört verið oss á móti. Til merkis hér um sendi eg Menelaum til yðar að hann skal enn framar meir undirvísa yður hér um. Hér með yður Guði bífalandi. Á því cxlviii. ári þann xv. dag aprilis.

Rómverjar sendu og einnin Gyðingum solátandi bréf:

„Q. Mutius, T. Manlius, sendimenn Rómverja, tilsegja Gyðingum sína kveðju.

Allt það sem Lysias kóngsins föðurbróðir hefur yður unnt það samþykkjum vér og einnin. [ Og af því að honum þykir ráðlegt vera að menn láti senda með nokkrar greinir til kóngsins, þá takið yðar ráð saman og sendið nokkra menn til vor með það fysta so að oss megi samankoma. Því að vér reisum nú til Antiochiam. Því hraðið yður og sendið nokkra menn hingað so að vér fáum að vita hvað yður er til sinnis. Hér með yður Guði bífalandis.“