Þá hóf allur almúginn upp að kalla og fólkið grét alla þá nótt. [ Og þá Ísraelssynir mögluðu mót Móse og Aron og almúginn sagði til þeirra: „Guð gæfi það vér hefðum dáið í Egyptalandi eða dæum vér enn nú hér í eyðimörku. Því leiðir Drottinn oss í það land, svo að vorar konur falli fyrir sverði og vor börn verði að herfangi? Er ekki bera að vér snúum aftur til Egyptalands?“ Og hver sagði til annars: „Fáum oss einn höfðingja og förum í Egyptaland aftur.“

En Móses og Aron féllu fram til jarðar á þeirra ásjánir fyrir öllum almúgans söfnuði af Ísraelssonum. Og Jósúa son Nún og Kaleb son Jefúnne sem og so höfðu skoðað landið rifu sín klæði og sögðu til alls almúgans Ísraelissona: „Það land sem vér fórum að skoða er harla gott. Sé Drottinn oss náðigur þá leiðir hann oss vel inn í það sama land og gefur oss það, það er það land sem flýtur í mjólk og hunangi. Fallið ekki frá Drottni og hræðist ekki lýð þess lands, því vér viljum eta þá upp líka sem brauð. Allt þeirra fullting er frá þeim horfið en Drottinn er með oss. Hræðist þá ekki.“

Þá svaraði allur almúginn og sagði að menn skyldu berja þá grjóti. Þá opinberaðist dýrð Drottins í vitnisburðarins tjaldbúðinni fyrir öllum Ísraelissonum. Og Drottinn sagði til Mósen: „Hvörsu lengi skal þetta fólk hallmæla mér? Og hvörsu lengi vilja þeir ekki trúa mér fyrir allrahanda teikn sem ég hefi gjört á meðal þeirra? Ég vil ljósta þá með drepsótt og afmá þá og gjöra þig að meiri og styrkvari þjóð en þessi er.“

Þá sagði Móses til Drottins: „Það spyrja egypskir menn, því þú hefur fært þetta fólk mitt út frá þeim með þínum krafti, og þeir munu segja til þessa lands innbyggjara sem hafa heyrt að þú Drottinn ert á meðal þessa fólks og opinberlega auðsýnir þig og þitt ský stendur yfir þeim og þú Drottinn gengur fyrir þeim um daga í skýstólpa en um nætur í eldstólpa; og ef þú slær nú þetta fólk í hel líka sem eirn mann þá munu heiðingjar þeir sem þetta spyrja mæla og segja: Drottinn gat í öngvan máta leitt þetta fólk í það land sem hann hafði heitið því og því hefur hann drepið það í eyðimörku. [

So miklist nú kraftur þinn, Drottinn, svo sem þú hefur talað og sagt: Drottinn er þolinmóður og mjög miskunnsamur og fyrirgefur syndir og misgjörðir og lætur öngvan óhegndan, heldur vitjar hann feðranna misgjörninga á sonunum, til þriðja og fjórða liðs. [ So vertu nú líknsamur misgjörningum þessa fólks eftir þinni miklu miskunnsemi, so sem þú hefur og fyrirgefið þessu fólki síðan þú leiddir það út af Egyptalandi allt til þessa.“

Drottinn svaraði: „Ég hefi fyrirgefið eftir því sem þú mæltir. [ En svo sannarlega sem ég lifi skal öll veröldin uppfyllast af dýrð Drottins. Því að allir þeir menn sem séð hafa mína dýrð og mínar jarteiknir sem ég gjörða í Egyptalandi og í eyðimörkinni og hafa nú freistað mín tíu sinnum og ekki hlýtt minni rödd, enginn þeirra skal sjá þetta land sem ég sór þeirra feðrum, so og skal enginn af þeim sjá það land sem mig hafa lastað. En minn þénara Kaleb vil ég leiða í það land sem hann var fyrri í, því að annar Andi er með honum og hann hefur trúlega eftirfylgt mér og hans sæði skal eignast það. [ Af því að Amalekíte og Kananei búa í dölunum, þá snúið aftur á morgun og farið í þá eyðimörk á þann veg sem liggur til rauða Hafs.“

Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Hversu lengi vill þessi hinn vesti lýður mögla í móti mér? [ Því heyrt hefi ég það mögl sem Ísraelssynir hafa möglað í móti mér. Þar fyrir seg þú til þeirra: So sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, ég skal gjöra við yður svo sem þér hafið sagt mér áheyranda: Yðar hræ skulu falla í þessari eyðimörku og allir þér sem taldir eruð tvítugir og þaðan af eldri, þér sem möglað hafið í móti mér, skuluð ekki koma í það land sem ég hefi upplyft minni hendi yfir, að ég vildi láta yður búa þar, utan Kaleb son Jefúnne og Jósúa son Nún.

Yðrir synir um hvörja þér sögðuð: Þeir munu verða að herfangi, þá vil ég leiða þangað að þeir sjái það land hvört þér forsmáðuð. En þér og yðar hræ skulu falla í þessari auðn. Og yðrir synir skulu vera [ hirðarar í þessari eyðimörku í fjörutygi ár og bera yðarn saurlifnað, þar til að yðar hræ eru fallin í eyðimörkinni. Eftir tölu þeirra fjörutygi daga á hvörjum þér rannsökuðuð landið, já, hvör dagur skal gilda ár, svo að þér skuluð bera yðra misgjörninga í fjörutygi ár, svo þér vitið hvað það er þá ég tek af höndina. Ég Drottinn hefi sagt þetta, þetta vil ég og gjöra þessum vonda almúga sem sig hefur uppsett í mót mér. Þeir skulu allir hrynja niður í þessari eyðimörku og deyja í þessum stað.“

So dóu allir þeir menn í eirni plágu fyrir Drottni sem Móses hafði útsent að rannsaka landið og voru komnir aftur og komu aullum almúganum til að mögla í móti honum, þar með að þeir niðruðu landinu, að það væri illt. [ Jósúa son Nún og Kaleb son Jefúnne lifðu eftir af þeim mönnum sem farið höfðu að skoða landið.

Og Móses talaði þessi orð fyrir öllum Ísraelssonum. Þá grét fólkið mjög. Og um morguninn stóðu þeir mjög snemma upp og gengu uppá fjallið og sögðu: „Vér erum til reiðu að fara í þann stað sem Drottinn hefur talað um, því vér höfum syndgast.“ En Móses sagði: „Því yfirtroði þér so orð Drottins? Það mun ekki lukkast yður. Farið ekki upp þangað, því Drottinn er ekki meðal yðar, að þér fallið ekki fyrir yðrum óvinum. Því Amalek og Kananei eru þar fyrir yður og þér munuð falla fyrir sverði, fyrir því að þér sneruð yður frá Drottni, og Drottinn mun ekki vera með yður.“

En þeir vildu ekki heldur fóru þeir uppá hæð fjallsins. En sáttmálsörk Drottins og Móses komu hvörgi úr herbúðunum. Þá komu þeir Amalek og Kananei ofan sem bjuggu á fjallbyggðönum og veittu þeim slag og felldu þá allt til Horma. [