VIII.

Svo er nú ekkert [ fordæmilegt á þeim sem í Christo Jesú eru, þeir sem eigi ganga eftir holdinu heldur eftir andanum. [ Því að lögmál þess anda sem að lífgar í Christo Jesú hefur gjört mig frjálsan af lögmáli syndarinnar og dauðans. Því hvað lögmálinu var ómögulegt (með því það krenktist fyrir holdið) það gjörði Guð og sendi sinn son í líking syndugs holds og fordæmdi syndina í holdinu fyrir syndina so að réttlætingin sem af lögmálinu heimtist uppfylldist í oss sem eigi ganga eftir holdinu heldur eftir andanum.

Því að þeir sem holdlegir eru eru holdlega sinnaðir en hinir sem andlegir eru þeir eru andlega sinnaðir. Því holdsins sinni er dauði en andarins sinni er líf og friður. Því að holdsins sinni er fjandskapur í gegn Guði af því að það er ekki Guðs lögmáli undirvorpið, það fær þess og eigi orkað. En þeir sem líkamlegir eru geta eigi Guði þóknast.

En þér eruð ekki líkamlegir heldur andlegir, ef Guðs andi byggir annars í yður. En hver hann hefur eigi Krists anda sá er eigi hans. En ef Kristur er með yður þá er líkaminn að sönnu dauður syndarinnar vegna en andinn er lífið fyrir réttlætingarinnar sakir. Því ef hans andi sem Jesúm uppvakti af dauða byggir í yður þá mun og sá sami sem Jesúm Christum uppvakti af dauða lífga og yðra dauðlega líkami vegna þess að hans andi byggir í yður.

Þar fyrir erum vér, kærir bræður, nú eigi holdsins skuldunautar það vér eigum eftir holdinu að lifa. Því ef þér lifið eftir holdinu munu þér deyja en ef þér deyðið fyirr andann holdsins gjörðir munu þér lifa. Því þeir sem af Guðs anda leiðast þeir eru Guðs synir. Því þér hafið eigi meðtekið þrælkunaranda svo þér þurfið nú aftur að ugga um yður heldur hafi þér meðtekið sonarlegan anda fyrir hvern vér köllum: „Abba, elskanlegur faðir!“ Sá sami andi ber vitnisburð með vorum anda það vér erum Guðs synir. En fyrst vér erum synir so erum vér og erfingjar, einkum Guðs erfingjar, og samarfar Krists ef vér líðum annars með honum upp á það að vér verðum einnin með honum upphafnir til dýrðarinnar.

Því að eg held þar að mótlæting þessara tíma sé ekki verð til þeirrar dýrðar sem við oss mun opinberuð verða. Því að áhyggjusamleg eftirbið skepnunnar bíður eftir uppbirtingu Guðs barna. Með því þó að skepnan er hégómanum undirgefin án hennar vilja heldur fyrir hans sakir sem hana hefur undirlagt upp á vonina. Því að sjálf skepnan mun frelsuð verða af þrælkan fallvaltrar veru til dýrðarlegs frelsis Guðs barna. Því vér vitum það alla skepnu forlengir og hún ber sótt með oss allt til þessa tíma.

Eigi alleinasta hún heldur vér sjálfir sem höfum andarins frumtök, oss forlengir sjálfa eftir þeirri arfleifð og væntum eftir lausn vors líkama. Sennilega erum vér sáluhjálplegir en þó í voninni. Því sú von sem sést er eigi von. Eða hversu kunnu vér þess að vona sem vér sjáum? En ef vér vonum á það er vér sjáum ekki þá bíðum vér þess fyrir þolinmæði.

So hjálpar og andinn einnin líka vorum breyskleik. Því að vér vitum ekki hvað vér skulum biðja sem það byrjaði heldur biður sá andi fyrir oss með óumræðanlegri andvarpan. En hann sem hjörtun rannsakar veit hvað andarins meining er því að hann biður fyrir heilögum eftir því eð Guði hagar. En vér vitum að þeim sem Guð elska tekst allt til betranar, einkum þeim sem eftir fyrirhyggjunni kallaðir eru. Því að hverja hann hefur áður fyrirhugað þá hefur hann og tilskikkað það þeir skyldu verða samlíkir hans sonar ímynd so að hann sjálfur sé frumgetningur meðal margra bræðra. En hverja hann hefur fyrirhugaða þá hefur hann og kallað en hverja hann hefur kallað þá hefur hann og réttláta gjört en hverja hann hefur réttlætta þá hefur hann og dýrðarlega gjört.

Hvað eigum vér til að segja? Er Guð með oss, hver er þá á móti oss? Hver og eigi þyrmdi sínum eiginlegum syni heldur gaf hann út fyrir oss alla, hvernin skyldi hann þá eigi veita oss alla hluti með honum? Hver vill nú þá ásaka Guðs útvalda menn? Guð er sá sem réttlætir. Hver er hann sem þá fordæmir? Kristur er hann sem dáið hefur og einnin sá sem uppvaktur er vakinn, hver að er til hægri handar Guði og biður fyrir oss.

Hver vill oss skilja frá Guðs elsku? Hörmung eður mótlæti, ofsókn eður hungur, volað eður háski eður sverð? So sem að skrifað er: „Fyrir þig verðum vér deyddir allan dag og erum reiknaðir sem sauður til dráps ætlaður.“ [ Sennilega berum vér langt af þessu öllu vegna hans er oss elskaði. Því að eg em þess fullöruggur að hverki dauði né líf, englar né höfðingjastéttir eða yfirvald og eigi hið nálæga né hið ókomna, eigi hæð eða dýpt né nokkur önnur skepna fær oss skilið frá Guðs kærleika hver að er í Drottni vorum Jesú Christo.