XXII.

Gott rykti er betra en mikil auðæfi og góð hylli er betri en silfur og gull. [

Ríkir og fátækir eru hver annarra á meðal, Drottinn hefur þá hverutveggju gjört.

Forsjáll maður sér ólukkuna og leynir sér en hinir bernsku ana fram og fá skaða.

Hvar menn þola fyri ótta Drottins þar eru auðæfi, heiður og líf.

Þyrnar og snörur eru á vegi hins rangláta en hver sig tekur þar langt frá sá varðveitir sitt líf.

So sem menn venja ungmennið so leggur hann það ekki af þá hann eldist. [

Ríkur drottnari yfir fátækum og sá sem þiggur lán er þræll þess sem lánaði.

Hver ranglæti niðursáir sá uppsker illt og af vendi sinnar illsku mun hann fyrirfarast. [

Gott [ auga verður blessað því að það færir fátækum af sínu brauði.

Útskúfa háðgjörnum manni, þá fer kífið burt og hætta deilur og háðungar.

Hver hann hefur trútt hjarta og ljúflega ræðu þess vinur er kóngurinn.

Augu Drottins geyma gott ráð en forsmánarans orðum umturna þau.

Sá hinn lati segir: „León er þar úti, kann ske eg verði [ drepinn á miðju stræti.“

Hórunnar munnur er ein djúp gröf, hverjum Drottni er reiður sá fellur þar í.

Heimskan er fólgin í barnsins hjarta en hirtingarvöndurinn rekur hana langt burt frá því.

Hver eð gjörir rangt fátækum til þess að auka sín auðæfi hann hlýtur og sér ríkara manni að gefa og þörf að þola.

Hneig þín eyru og heyr þú orð vitra manna og tak þér til hjarta mína kenning

því að það mun gjöra þér hægð ef þú geymir hana hjá þér og öllu mun fyrir þinn munn vel ráðið verða. [

Að þitt traust sé í Drottni hlýt eg daglega þig á að minna slíkt þér til góða.

Hef eg þér ekki margfaldlega fyrirskrifað með ráðlagning og kenning

svo að eg sýndi þér sannan grundvöll sannleiksins svo þú kynnir þeim rétt að andsvara sem þig senda?

Ræntu ekki fátækan af því hann er fátækur og niðurþrykk þú ekki þann hinn vesala í borgarhliðinu [

því að Drottinn mun rétta þeirra sök og fóttroða þeirra fóttroðendur.

Samlaga þig ekki við reiðan mann og haf ekki dvöl hjá grimmum manni,

elligar má ske þú lærir hans vegu og fáir þar af hneyking sálar þinnar.

Vertu ekki hjá þeim sem binda hendur sínar og í borgun ganga fyrir skuldir [

því að ef þú hefur ekki til að bitala þá munu þeir og þinn beð undan þér í burt taka.

Fær þú ekki úr stað þau gömlu landamerki sem gjörðu feður þínir. [

Sér þú nokkurn mann ástundunargóðan í sínum útvegum, hann mun standa fyrir kónginum og hann mun ekki standa fyrir þeim ógöfgu.