XXI.

Kóngsins hjarta er í hendi Drottins svo sem vatslækirnir og hann hneigir það hvert eð hann vill.

Hverjum manni virðist réttur sinn vegur en Drottinn alleina gjörir [ efalaus hjörtun.

Dóm og réttindi að gjöra er Drottni þægilegra en offur.

Drambsöm augu og dreissugt sinni og skriðljós óguðrækinna er synd.

Fyriraktan hins iðna orkar nægðar en sá þolir þörf sem of hastur er.

Hver hann safnar sér fésjóð með lygum hann mun fordjarfast og þeim í hendur hrapa sem leita eftir hans dauða.

Ránskapur óguðrækinna mun skelfa þá því að þeir vildu ekki gjöra hvað rétt er.

Hver einn annan veg gengur sá er hrekkvís en sá sem framgengur í sinni bífalningu þess verk eru rétt.

Betra er að búa í hyrningu undir einni húsþekju en í einu húsi hjá kífsamri konu. [

Önd hins ómilda æskir ills og ann sínum náunga einskis.

Nær hinn háðgjarni verður straffaður þá hyggnast þeir niu bernsku og nær menn undirvísa hyggnum manni þá verður hann skynsamur.

Réttlátur maður hagar sér [ viturlega við hús hins ómilda en ómildir menn hugsa ekki utan að gjöra skaða.

Hver sín eyru afturbyrgir fyri kalli hins fátæka hinn sami mun kalla og ekki heyrður verða.

[ Heimugleg gáfa heftir reiði og gjöf í skaut lögð ákafa grimmd.

Það er fögnuður réttlátum manni að gjöra hvað rétt er en hræðsla illgjörðamönnum.

Sá maður sem villist af viskunnar vegi mun blífa í dauðra manna söfnuði.

Hver hann fremur bílífi sá mun þola þörf og hver hann elskar vín og viðsmjör verður aldrei ríkur.

Ómildir menn hljóta fyrir réttláta straffaðir að verða og forsmánarar fyrir réttvísa.

Betra er að búa á auðnulandi en í hjá reiðinni og deilugjarnri konu.

Í húsi hyggins manns er girnilegur fésjóður en fávís maður eyðir sínu.

[ Hver miskunnsemi og góðgirni eftirfylgir hann finnur lífið, miskunn og heiður.

Vitur maður vinnur borg [ styrkva og steypir þeirra magt fyrir þeirra öruggleika.

Hver hann varðveitir sinn munn og tungu hann varðveitir sál sína fyrir kvölum.

Sá sem að er dreissugur og dramblátur [ kallast einn lausingi, sá er í reiðinni sýnir sinn metnað.

Latur maður deyr yfir sinni ósk því að hans hendur vilja ekki vinna.

Dalega óskar hann en hinn réttláti gefur og segir ekki nei.

Fórnir ómildra manna eru svívirðilegar því að þær eru í syndum offraðar.

Einn ljúgvottur fyrirferst en sá sem hlýðir öðrum þann láta menn og alla tíma ræða. [

Hinn ómildi þrengir sér fram með höfðinu en sá sem réttvís er hans vegur stendur stöðugur.

Þar hjálpar engin viska, engin skymsemd, ekkert ráð í móti Drottni.

Hestar verða vel búnir til bardagans en sigurinn kemur af Drottni.